Enski boltinn

Markalaust hjá Stoke og Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Didier Drogba verður vafalítið í strangri gæslu hjá Ryan Shawcross og félögum í Stoke.
Didier Drogba verður vafalítið í strangri gæslu hjá Ryan Shawcross og félögum í Stoke. Nordic Photos/AFP
Stoke og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Britannia Stadium, heimavelli Stoke.

Liðin náðu sér alls ekki á strik en gestirnir áttu skilið að fá dæmda vítaspyrnu á 56. mínútum þegar Frank Lampard var felldur innan teigs.

Leikurinn í dag var fyrsti alvöru deildarleikur Chelsea undir stjórn André Villas-Boas, en hann var ráðinn til félagsins í sumar.

Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í dag og náði sér alls ekki á strik en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðastliðið ár.

Fylgst var með gangi mála í leiknum á Vísi sem sjá má hér að neðan.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×