Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu 13. janúar 2011 05:30 Rafbíll í hleðslu. Formaður Bílgreinasambandsins sér fyrir sér að eftir tvo áratugi verði verulegt hlutfall bíla hér á landi rafbílar, en einnig verði til bílar sem gangi á bensíni, dísilolíu, bíódísil, metangasi og þar fram eftir götunum. „Það verður vandi eldsneytisstöðvanna að þjónusta bílana,“ segir Sverrir Viðar Hauksson. Nordic Photos/Getty Images Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. „Menn verða að halda jarðsambandi í umræðunni um rafmagnsbílana. Þessi þróun á eftir að eiga sér stað, en hún verður ekki mæld í vikum eða mánuðum,“ segir Sverrir Viðar. Hann telur að orkugjöfum verði skipt út og nýir komi inn í takt við eðlilega endurnýjun bílaflota landsmanna. „Ef eðlileg endurnýjun bílaflotans hér er um tíuþúsund bílar, miðað við 200 þúsund bíla flota, þá tekur þetta tuttugu ár.“ Þá segir Sverrir ljóst að enn séu óleyst vandamál sem leysa þurfi áður en stór skref verði stigin í rafbílavæðingu. „Það er ekki búið að finna upp rafgeyminn sem mun leysa orkuhluta rafbílanna.“ Sömuleiðis segir hann framleiðendur eiga eftir koma sér saman um staðla fyrir hleðslutengla bílanna. Eins segir Sverrir að huga þurfi að fleiri hlutum eftir því sem rafbílum fjölgar. Þannig hafi bílaumboðið Hekla, þar sem hann starfar, haldið sérstakt námsskeið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar innflutningur var hafinn á Mitsubishi Miev-rafbílum. Í rafbílum séu leiðslur sem varasamt kunni að vera að klippa í sundur lendi þeir í óhappi. Sverrir Viðar Hauksson Þá segir Sverrir Viðar að koma verði í ljós hvort af því geti orðið að hér verði sett upp samsetningarverksmiðja fyrir rafmagnsjeppa, líkt og rætt var um í viljayfirlýsingu Northern Lights Energy og AMP Electric Vehicles. „Ísland er bara svo lítið að það ber varla slíka verksmiðju,“ segir hann, hvað sem svo síðar kunni að verða komi til umskipunarhafnar og Kínasiglinga yfir Norðurpólinn. „Menn þurfa að sjá þetta í raunhæfu samhengi og það er voða lítið raunhæft í þessum yfirlýsingum sem gefnar hafa verið.“ „Allar þessar hástemmdu yfirlýsingar um rafbílana skapa óraunhæfar væntingar,“ segir Sverrir Viðar, en telur um leið ljóst að rafbílar eigi eftir að verða stór hluti af markaðnum, það taki bara lengri tíma en sumir hafi viljað vera láta. Hann segir því ótímabært að hlaupa til og koma upp dreifikerfi sem síðan verði komið til ára sinna þegar loksins verða nógu margir bílar í landinu til að nýta það. olikr@frettabladid.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. „Menn verða að halda jarðsambandi í umræðunni um rafmagnsbílana. Þessi þróun á eftir að eiga sér stað, en hún verður ekki mæld í vikum eða mánuðum,“ segir Sverrir Viðar. Hann telur að orkugjöfum verði skipt út og nýir komi inn í takt við eðlilega endurnýjun bílaflota landsmanna. „Ef eðlileg endurnýjun bílaflotans hér er um tíuþúsund bílar, miðað við 200 þúsund bíla flota, þá tekur þetta tuttugu ár.“ Þá segir Sverrir ljóst að enn séu óleyst vandamál sem leysa þurfi áður en stór skref verði stigin í rafbílavæðingu. „Það er ekki búið að finna upp rafgeyminn sem mun leysa orkuhluta rafbílanna.“ Sömuleiðis segir hann framleiðendur eiga eftir koma sér saman um staðla fyrir hleðslutengla bílanna. Eins segir Sverrir að huga þurfi að fleiri hlutum eftir því sem rafbílum fjölgar. Þannig hafi bílaumboðið Hekla, þar sem hann starfar, haldið sérstakt námsskeið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar innflutningur var hafinn á Mitsubishi Miev-rafbílum. Í rafbílum séu leiðslur sem varasamt kunni að vera að klippa í sundur lendi þeir í óhappi. Sverrir Viðar Hauksson Þá segir Sverrir Viðar að koma verði í ljós hvort af því geti orðið að hér verði sett upp samsetningarverksmiðja fyrir rafmagnsjeppa, líkt og rætt var um í viljayfirlýsingu Northern Lights Energy og AMP Electric Vehicles. „Ísland er bara svo lítið að það ber varla slíka verksmiðju,“ segir hann, hvað sem svo síðar kunni að verða komi til umskipunarhafnar og Kínasiglinga yfir Norðurpólinn. „Menn þurfa að sjá þetta í raunhæfu samhengi og það er voða lítið raunhæft í þessum yfirlýsingum sem gefnar hafa verið.“ „Allar þessar hástemmdu yfirlýsingar um rafbílana skapa óraunhæfar væntingar,“ segir Sverrir Viðar, en telur um leið ljóst að rafbílar eigi eftir að verða stór hluti af markaðnum, það taki bara lengri tíma en sumir hafi viljað vera láta. Hann segir því ótímabært að hlaupa til og koma upp dreifikerfi sem síðan verði komið til ára sinna þegar loksins verða nógu margir bílar í landinu til að nýta það. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira