Hagsmunir okkar allra Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun