Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Gunnlaugur M. Sigmundsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. Niðurstaðan var hins vegar sú að ég ætti ekki annarra kosta völ en að leita löghelgaðs réttar míns til þess að fá tiltekin ummæli stefnda dæmd dauð og ómerk. Ekki óraði mig þá fyrir þeirri atburðarás sem á eftir fylgdi. Í kjölfar þess að Teiti var stefnt færðist hann allur í aukana í bloggskrifum um mig og hét því að fjalla um málið gegn sér á hverjum degi þar til því lyki. Á tímabilinu 8. júní til 10. ágúst sl. birti hann þannig a.m.k. 14 færslur þar sem haldið er uppteknum hætti. Þar kallar Teitur bloggheima til liðs við sig; óskar eftir upplýsingum þaðan um svonefnd „Kögunarmál", fjárstuðningi til að standa straum af málskostnaði sínum og biður bloggheima um að „halda með" sér í málarekstrinum. Bloggarar brugðust margir við og birtu á bloggsíðum sínum færslur þar sem þeir leggjast á sveif með Teiti og í athugasemdum við bloggfærslur hans sjálfs birtust ítrekað níðskrif um undirritaðan. Þar var m.a. hvatt til þess að haldinn yrði svokallaður „GUNNLAUGS-DAGUR„ á bloggsíðum landsins. Ef menn fyndu ekkert sjálfir til þess að skrifa um „Kögunarmál" skyldu þeir endurbirta greinina sem málaferlin eru sprottin af. Þá birtust blaðagreinar, bæði í DV og Fréttablaðinu, þar sem vegið var að æru undirritaðs vegna málshöfðunarinnar. Allir ættu að þekkja að í hinu villta vestri netheima fer ekki mikið fyrir meginreglum íslensks réttarfars. Þar er til dæmis hin mikilvæga regla um jafnræði málsaðila jafnan virt að vettugi, en hún gerir ráð fyrir því að báðir málsaðilar njóti sömu aðstöðu við rekstur máls síns, án nokkurrar mismununar. Þá eigi þeir þess jafnan kost að hafa uppi kröfur og röksemdir, afla sönnunargagna, kynna sér sönnunargögn gagnaðilans og tjá sig um kröfu og röksemdir hans. Undirritaður sat vikum og mánuðum saman undir holskeflu meiðandi ummæla á netinu og öðrum fjölmiðlum fyrir að hafa leitað réttar míns sem varinn er að lögum. Það var í bloggfærslu Teits hinn 8. ágúst sl. sem aðförin náði ákveðnu hámarki, en þar sagði um málshöfðun undirritaðs: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Á þessum tímapunkti hafði umræðan lagst þungt á mig og þá sem standa mér nærri. Enn er ógetið fjölda nafnlausra sms-skeyta og símtala sem mér bárust og höfðu að geyma svívirðingar og formælingar í minn garð. Í þessari stöðu greip ég til þess ráðs, sem ég iðrast, að senda Teiti í fjórgang nafnlaus sms-skeyti, þar sem ég villti á mér heimildir. Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans. Ummælin og aðferðin við framsetningu þeirra er óafsakanleg en verður að skoðast í framangreindu samhengi. Ég hef í dag sent Teiti Atlasyni bréf þar sem ég bið hann afsökunar Mér hefur verið greint frá því að sms-skeytasendingarnar hafi verið kærðar til lögreglu. Lögmaður Teits hefur boðið mér að fallið verði frá kærunni dragi ég málsókn mína á hendur Teiti til baka og greiði honum fullan málskostnað. Á það get ég ekki fallist, enda tel ég enn að málsóknin eigi fullan rétt á sér. Reykjavík, 29. nóvember 2011 Virðingarfyllst, Gunnlaugur M. Sigmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. Niðurstaðan var hins vegar sú að ég ætti ekki annarra kosta völ en að leita löghelgaðs réttar míns til þess að fá tiltekin ummæli stefnda dæmd dauð og ómerk. Ekki óraði mig þá fyrir þeirri atburðarás sem á eftir fylgdi. Í kjölfar þess að Teiti var stefnt færðist hann allur í aukana í bloggskrifum um mig og hét því að fjalla um málið gegn sér á hverjum degi þar til því lyki. Á tímabilinu 8. júní til 10. ágúst sl. birti hann þannig a.m.k. 14 færslur þar sem haldið er uppteknum hætti. Þar kallar Teitur bloggheima til liðs við sig; óskar eftir upplýsingum þaðan um svonefnd „Kögunarmál", fjárstuðningi til að standa straum af málskostnaði sínum og biður bloggheima um að „halda með" sér í málarekstrinum. Bloggarar brugðust margir við og birtu á bloggsíðum sínum færslur þar sem þeir leggjast á sveif með Teiti og í athugasemdum við bloggfærslur hans sjálfs birtust ítrekað níðskrif um undirritaðan. Þar var m.a. hvatt til þess að haldinn yrði svokallaður „GUNNLAUGS-DAGUR„ á bloggsíðum landsins. Ef menn fyndu ekkert sjálfir til þess að skrifa um „Kögunarmál" skyldu þeir endurbirta greinina sem málaferlin eru sprottin af. Þá birtust blaðagreinar, bæði í DV og Fréttablaðinu, þar sem vegið var að æru undirritaðs vegna málshöfðunarinnar. Allir ættu að þekkja að í hinu villta vestri netheima fer ekki mikið fyrir meginreglum íslensks réttarfars. Þar er til dæmis hin mikilvæga regla um jafnræði málsaðila jafnan virt að vettugi, en hún gerir ráð fyrir því að báðir málsaðilar njóti sömu aðstöðu við rekstur máls síns, án nokkurrar mismununar. Þá eigi þeir þess jafnan kost að hafa uppi kröfur og röksemdir, afla sönnunargagna, kynna sér sönnunargögn gagnaðilans og tjá sig um kröfu og röksemdir hans. Undirritaður sat vikum og mánuðum saman undir holskeflu meiðandi ummæla á netinu og öðrum fjölmiðlum fyrir að hafa leitað réttar míns sem varinn er að lögum. Það var í bloggfærslu Teits hinn 8. ágúst sl. sem aðförin náði ákveðnu hámarki, en þar sagði um málshöfðun undirritaðs: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Á þessum tímapunkti hafði umræðan lagst þungt á mig og þá sem standa mér nærri. Enn er ógetið fjölda nafnlausra sms-skeyta og símtala sem mér bárust og höfðu að geyma svívirðingar og formælingar í minn garð. Í þessari stöðu greip ég til þess ráðs, sem ég iðrast, að senda Teiti í fjórgang nafnlaus sms-skeyti, þar sem ég villti á mér heimildir. Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans. Ummælin og aðferðin við framsetningu þeirra er óafsakanleg en verður að skoðast í framangreindu samhengi. Ég hef í dag sent Teiti Atlasyni bréf þar sem ég bið hann afsökunar Mér hefur verið greint frá því að sms-skeytasendingarnar hafi verið kærðar til lögreglu. Lögmaður Teits hefur boðið mér að fallið verði frá kærunni dragi ég málsókn mína á hendur Teiti til baka og greiði honum fullan málskostnað. Á það get ég ekki fallist, enda tel ég enn að málsóknin eigi fullan rétt á sér. Reykjavík, 29. nóvember 2011 Virðingarfyllst, Gunnlaugur M. Sigmundsson
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar