Lífið

Tvö þúsund kynningareintök

Mikil eftirvænting
Forlagið Harper Collins hefur mikla trú á Ólafi Jóhanni og lét prenta tvö þúsund kynningareintök af nýjust bók hans, Málverkinu.
Fréttablaðið/Pjetur
Mikil eftirvænting Forlagið Harper Collins hefur mikla trú á Ólafi Jóhanni og lét prenta tvö þúsund kynningareintök af nýjust bók hans, Málverkinu. Fréttablaðið/Pjetur
Harper Collins, útgefandi Ólafs Jóhanns Ólafssonar í Bandaríkjunum, lét prenta tvö þúsund kynningareintök af nýjust bók rithöfundarins, Málverkinu. Eintökunum er dreift til fjölmiðla og blaðamanna, eigenda bókabúða og annarra sem málið varðar en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta töluverður fjöldi en til samanburður má geta þess að meðalupplagið að íslenskri bók er tvö þúsund eintök.

Ólafur sjálfur vildi hins vegar ekki tjá sig mikið um þetta mál þegar Fréttablaðið leitaði eftir því, staðfesti hins vegar að talan væri rétt. „Ég var sjálfur mjög hissa þegar ég heyrði þennan fjölda," segir Ólafur. Hins vegar mátti litlu muna Málverkið kæmi ekki út hér á landi fyrr en árið 2012 þar sem ákvæði í útgáfusamningi Ólafs við Harper Collins kvað á um að þeir yrðu alltaf fyrstir með útgáfuna.

„Ég var nú ekkert að rýna mikið í þetta ákvæði á sínum tíma enda, þegar ég skrifaði undir samninginn, þá leit nú allt út fyrir að ég yrði búinn með bókina og að hún kæmi út á svipuðum tíma í Ameríku og heima," segir Ólafur. En skrifin drógust á langinn og verkinu seinkaði. „Og þar sem undirbúningurinn hérna úti er miklu þyngri í vöfum en heima þá leit allt út fyrir að bókin kæmi út í febrúar hérna úti og þá á sama tíma á Íslandi. Og það gefur engin helvita maður á Íslandi svona bók út á þeim tíma þannig að jólin 2012 voru næst inní myndinni. En þetta gekk í gegn. enda hefði það verið skrýtin staða ef bókin hefði komið út fyrst í Bandaríkjunum og svona miklu seinna á Íslandi." fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.