Kolefnisgjald – hvað er það? Þorsteinn Hannesson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarðefnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kolefnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkissjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvernig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleiðingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla mengun hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhagslegur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á endurnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefnaeldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróðurhúsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Ríki sambandsins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er settur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóðlegt heldur einungis svæðisbundið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heimildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru settar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún færist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sambandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar felast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga fullan rétt á úthlutun gjaldfrjálsra losunarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlutun heimilda innan ETS kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun