Lífið

Magdalena stendur vel

Magdalena Sara Leifsdóttir er sem stendur einn vinsælasti keppandi alþjóðlegu Elite-keppninnar en á vefsíðu keppninnar er hægt að kjósa milli allra 60 fyrirsætanna sem taka þátt í úrslitakeppninni. Magdalena heldur út til Sjanghæ í Kína eftir örfáa daga, en frægar fyrirsætur á borð við Cindy Crawford og Gisele Bündchen stigu sín fyrstu skref í Elite.

Enn er hægt að gefa Magdalenu atkvæðið sitt á heimasíðu Elite-keppninnar en sigur í þessum lið keppninnar hjálpar íslensku fyrirsætunni mikið þegar út er komið. Íslenskir fatahönnuðir styðja við bakið á Magdalenu og hefur hún fengið fatnað frá Andersen&Lauth, KronKron E-Label og evalín til að hafa með í ferðalaginu mikla.


Tengdar fréttir

Kjósum Magdalenu áfram í Elite

Magdalena Sara Leifsdóttir, sem sigraði í forkeppninni Elite Model Look Iceland, heldur innan tíðar út til Shanghai í Kína til að taka þátt í stærstu fyrirsætukeppni í heimi...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.