Vatnsmýrin og ósannindin Valur Stefánsson skrifar 18. nóvember 2011 14:00 Í Fréttablaðinu sl. föstudag 11.11. rituðu þeir félagar frá Betri byggð Gunnar Gunnarsson verkfræðingur og Örn Sigurðsson arkitekt enn eina greinina þar sem þeir fara með hrein ósannindi. Í greininni eru þeir að svara Ómari Ragnarssyni vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll, sem er flugvöllur allra landsmanna og er að sjálfsögðu skylda höfuðborgarinnar sem þjónustuþáttur við landsbyggðina. Í grein sinni segja þeir að Ómar hafi sleppt því að nefna fyrstu almennu atkvæðagreiðsluna á Íslandi þegar Reykvíkingar ákváðu 2001 að Reykjavíkurflugvöllur skyldi lagður niður eigi síðar en 2016. Þeir félagar fara þarna með ósannindi og ekki í fyrsta skipti né annað, það er jú þekkt að ef farið er með sömu ósannindin aftur og aftur þá fer það að hljóma sem sannleikurinn. Mig langar nú enn einu sinni að rifja upp fyrir þeim félögum forsendur þessarar kosningar sem fram fór 17. mars 2001. Atkvæðagreiðslan væri bindandi ef a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni, og jafnframt bindandi ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg jafnvel þótt þátttaka í atkvæðagreiðslunni yrði undir 75% mörkunum. Niðurstaðan var sú að á kjörstað mættu aðeins 37,2% atkvæðisbærra Reykvíkinga, eða samsvarandi tæpum helmingi þess sem tilskilið hafði verið af borgarráði fyrir bindandi atkvæðagreiðslu. Um 1% var auð og ógild atkvæði, samtals 14.529 eða 17,9% kusu að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og samtals 14.913 eða 18,4% kusu að flugvöllurinn færi – en höfðu þá að sjálfsögðu ekki minnstu hugmynd um hvert hann ætti að fara. Eins og þessar upplýsingar sýna var kosningin 17. mars 2001 ekki marktæk og þar af leiðandi fara þeir félagar enn og aftur með hrein ósannindi en það virðist bara vera þeirra vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna. 11. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sl. föstudag 11.11. rituðu þeir félagar frá Betri byggð Gunnar Gunnarsson verkfræðingur og Örn Sigurðsson arkitekt enn eina greinina þar sem þeir fara með hrein ósannindi. Í greininni eru þeir að svara Ómari Ragnarssyni vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll, sem er flugvöllur allra landsmanna og er að sjálfsögðu skylda höfuðborgarinnar sem þjónustuþáttur við landsbyggðina. Í grein sinni segja þeir að Ómar hafi sleppt því að nefna fyrstu almennu atkvæðagreiðsluna á Íslandi þegar Reykvíkingar ákváðu 2001 að Reykjavíkurflugvöllur skyldi lagður niður eigi síðar en 2016. Þeir félagar fara þarna með ósannindi og ekki í fyrsta skipti né annað, það er jú þekkt að ef farið er með sömu ósannindin aftur og aftur þá fer það að hljóma sem sannleikurinn. Mig langar nú enn einu sinni að rifja upp fyrir þeim félögum forsendur þessarar kosningar sem fram fór 17. mars 2001. Atkvæðagreiðslan væri bindandi ef a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni, og jafnframt bindandi ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg jafnvel þótt þátttaka í atkvæðagreiðslunni yrði undir 75% mörkunum. Niðurstaðan var sú að á kjörstað mættu aðeins 37,2% atkvæðisbærra Reykvíkinga, eða samsvarandi tæpum helmingi þess sem tilskilið hafði verið af borgarráði fyrir bindandi atkvæðagreiðslu. Um 1% var auð og ógild atkvæði, samtals 14.529 eða 17,9% kusu að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og samtals 14.913 eða 18,4% kusu að flugvöllurinn færi – en höfðu þá að sjálfsögðu ekki minnstu hugmynd um hvert hann ætti að fara. Eins og þessar upplýsingar sýna var kosningin 17. mars 2001 ekki marktæk og þar af leiðandi fara þeir félagar enn og aftur með hrein ósannindi en það virðist bara vera þeirra vinnubrögð.
Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna. 11. nóvember 2011 06:00
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar