Lífið

Ragga Magg stofnar grínhóp í LA

Ragga hefur stofnað grínhóp í Los Angeles.
Mynd/Gorge Villalpando
Ragga hefur stofnað grínhóp í Los Angeles. Mynd/Gorge Villalpando
„Þetta er verulega skemmtilegt og ég fæ góða útrás við þetta,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, mastersnemi í New York Film Academy í Los Angeles og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni.

Ragnhildur stofnaði nýlega grínhópinn Icelandic Poniez, sem framleiðir grínefni og birtir á vefsíðum á borð við Funnyordie.com. Ragga tekur þátt í að framleiða og skrifa grínið ásamt því að leika þegar hún er í stuði. „Í fyrsta verkefninu ákvað ég að leika sjálf þegar að stelpan sem ég vildi ráða komst ekki þann dag. Ég ákvað að láta vaða,“ segir hún.

Pétur Gautur Magnússon, bróðir Röggu, er með henni í hópnum ásamt nokkrum leikurum og tökuliði. „Þetta eru bæði nemar og fólk sem er að vinna í bransanum,“ segir Ragga. „Stelpan sem leikur Sylviu í myndbandinu Carlos & Brandi er til dæmis að leika í mynd með Andy Garcia. Svo eru tvær hörkuduglegar og yndislegar íslenskar stelpur í hópnum.“

Ragga segir framleiðsluna ekki vera tómt flipp, enda starfi allt að 15 manns á tökustað. Spurð hvert hópurinn sækir áhrif segir hún hversdagsleikann fullan af uppákomum, augnablikum og samtölum til að sækja í. „En það er stundum alvara á bak við grínið,“ segir hún. „Fyrsta myndbandið fjallaði um tilgerðarlegan umhverfishippa og hræsnara á stefnumóti, en seinna myndbandið um alkóhólisma og verulega sorglegt par. Þar gerðum við grín að glamúrnum hjá raunveruleikasjónvarpspörum.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.