Slær á vonir um að ný eyja sé að verða til 10. nóvember 2011 01:30 Gríðarstór öskuflekkur liggur á haffletinum úti af El Hierro. Bærinn La Restinga er í stuttri fjarlægð frá gosstöðvunum. Fréttablaðið/AP Útlit er fyrir að jarðhræringum og gosvirkni á hafsbotni rétt sunnan við eyjuna El Hierro, sem er hluti af Kanaríeyjaklasanum, sé lokið eftir margra mánaða óróa. Gosefni hefur streymt upp úr sprungu á hafsbotni og þúsundir jarðskjálfta hafa gengið yfir. Það hefur meðal annars orðið til þess að yfirvöld á Kanaríeyjum rýmdu hús í bænum La Restinga sem er í nágrenni við gossvæðið. Alls búa ellefu þúsund manns á eyjunni El Hierro. Samkvæmt vefnum Earthquake Report, sem fylgist náið með framvindu mála, hefur hætt að gjósa. Það þýðir þó ekki að virkni sé lokið, en gosi þessu hefur verið líkt við Surtseyjargosið hér við land. Gosefni hefur hlaðist upp á sjávarbotni og náð 100 metra yfir botn, en ennþá eru þó 150 metrar upp að sjávarborði. Á yfirborði sjávar suður af eynni hefur aska úr sprungunni myndað gríðarstóran flekk og fjöldi fiska hefur drepist. Margir höfðu séð fram á að ný eyja yrði þarna til, sem yrði fyrsta nýja eyjan í klasanum í rúm milljón ár. Að sögn Daily Mail var heimafólk þegar farið að stinga upp á nöfnum fyrir væntanlega eyju. Um fimm hundruð uppástungur höfðu borist, þar á meðal Atlantis. Þá var umræða í spænskum fjölmiðlum um það hver myndi fá yfirráð yfir eyjunni þegar hún risi upp. Slíkar vangaveltur virðast þó enn um sinn vera ótímabærar en óvíst er hvort framhald verður á gosinu og hvort eyja muni þá á endanum rísa úr sæ. - þj Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Útlit er fyrir að jarðhræringum og gosvirkni á hafsbotni rétt sunnan við eyjuna El Hierro, sem er hluti af Kanaríeyjaklasanum, sé lokið eftir margra mánaða óróa. Gosefni hefur streymt upp úr sprungu á hafsbotni og þúsundir jarðskjálfta hafa gengið yfir. Það hefur meðal annars orðið til þess að yfirvöld á Kanaríeyjum rýmdu hús í bænum La Restinga sem er í nágrenni við gossvæðið. Alls búa ellefu þúsund manns á eyjunni El Hierro. Samkvæmt vefnum Earthquake Report, sem fylgist náið með framvindu mála, hefur hætt að gjósa. Það þýðir þó ekki að virkni sé lokið, en gosi þessu hefur verið líkt við Surtseyjargosið hér við land. Gosefni hefur hlaðist upp á sjávarbotni og náð 100 metra yfir botn, en ennþá eru þó 150 metrar upp að sjávarborði. Á yfirborði sjávar suður af eynni hefur aska úr sprungunni myndað gríðarstóran flekk og fjöldi fiska hefur drepist. Margir höfðu séð fram á að ný eyja yrði þarna til, sem yrði fyrsta nýja eyjan í klasanum í rúm milljón ár. Að sögn Daily Mail var heimafólk þegar farið að stinga upp á nöfnum fyrir væntanlega eyju. Um fimm hundruð uppástungur höfðu borist, þar á meðal Atlantis. Þá var umræða í spænskum fjölmiðlum um það hver myndi fá yfirráð yfir eyjunni þegar hún risi upp. Slíkar vangaveltur virðast þó enn um sinn vera ótímabærar en óvíst er hvort framhald verður á gosinu og hvort eyja muni þá á endanum rísa úr sæ. - þj
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira