Sannleikurinn Hanna Pálsdóttir skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Mér brá verulega þegar ég horfði á fréttirnar á RÚV á sunnudagskvöldið og sá stutt brot úr ræðu Karls biskups, sem hann flutti í Hallgrímskirkju þá um morguninn, vegna 25 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju. Mér brá vegna þess að ég var í kirkjunni og hlustaði á ræðuna, sem mér þótti frábærlega góð. Þetta brot úr ræðunni, sem sýnt var í umræddum fréttum, gaf litla hugmynd um inntak ræðunnar í heild. Það getur verið auðvelt að misskilja, mistúlka eða jafnvel rangtúlka ræðubrot sem tekið er úr samhengi. Svo virðist eiga við í þessu tilfelli því ekki stóð á bloggurum að tjá sig. Mig grunar að þeir byggi skoðanir sínar á þessu fréttabroti, en hafi hvorki verið í kirkjunni og hlustað á ræðuna í heild, né lesið hana á Kirkjan.is. Upphafsorð biskups að ræðunni eru eftirfarandi tilvitnun: Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?" Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir. Jóh 8.31-36 Síðar segir Karl: Orð guðspjallsins sem hér var lesið þekkjum við flest, orð frelsarans: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Þessi orð eru skráð í hornstein Alþingishússins: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." Já, þessi orð meistarans frá Nasaret eru í hornsteini löggjafarvalds okkar frjálsa þjóðríkis! „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." (Tilvitnun lýkur.) Ég hvet alla til að lesa ræðu biskupsins í heild. Hana er að finna á Kirkjan.is. Ræðan heitir: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa". Sannleikurinn er líka sagna bestur og hafa skal það sem sannara reynist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Mér brá verulega þegar ég horfði á fréttirnar á RÚV á sunnudagskvöldið og sá stutt brot úr ræðu Karls biskups, sem hann flutti í Hallgrímskirkju þá um morguninn, vegna 25 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju. Mér brá vegna þess að ég var í kirkjunni og hlustaði á ræðuna, sem mér þótti frábærlega góð. Þetta brot úr ræðunni, sem sýnt var í umræddum fréttum, gaf litla hugmynd um inntak ræðunnar í heild. Það getur verið auðvelt að misskilja, mistúlka eða jafnvel rangtúlka ræðubrot sem tekið er úr samhengi. Svo virðist eiga við í þessu tilfelli því ekki stóð á bloggurum að tjá sig. Mig grunar að þeir byggi skoðanir sínar á þessu fréttabroti, en hafi hvorki verið í kirkjunni og hlustað á ræðuna í heild, né lesið hana á Kirkjan.is. Upphafsorð biskups að ræðunni eru eftirfarandi tilvitnun: Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?" Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir. Jóh 8.31-36 Síðar segir Karl: Orð guðspjallsins sem hér var lesið þekkjum við flest, orð frelsarans: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Þessi orð eru skráð í hornstein Alþingishússins: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." Já, þessi orð meistarans frá Nasaret eru í hornsteini löggjafarvalds okkar frjálsa þjóðríkis! „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." (Tilvitnun lýkur.) Ég hvet alla til að lesa ræðu biskupsins í heild. Hana er að finna á Kirkjan.is. Ræðan heitir: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa". Sannleikurinn er líka sagna bestur og hafa skal það sem sannara reynist.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar