Stórt skref til eflingar starfsnámi Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. október 2011 06:00 Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar