Virðum rétt barna og ungmenna til vímulauss lífs Ingrid Kuhlman skrifar 29. október 2011 06:00 Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ingrid Kuhlman Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun