Allir vinna (sumir meira en aðrir) Ágúst Karl Guðmundsson skrifar 27. október 2011 06:00 Átakið „Allir vinna" hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Það felur í sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrátt vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Ljóst er að átakið er vel heppnað átak enda hafa a.m.k 19.000 manns nýtt sér það samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa viljað leggja sitt af mörkum í tengslum við átakið og hafa boðið viðskiptavinum sínum framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði sínu. Aftur á móti er ekki jafnræði á milli lánastofnana og lánþegum er mismunað. Þeir aðilar sem taka endurbótalán hjá Íbúðalánasjóði virðast vera í hvað bestri aðstöðu. Ástæðan er sú að samkvæmt b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, mynda lán til verulegra endurbóta á húsnæði til eigin nota ekki stofn til greiðslu vaxtabóta nema lánið sé tekið hjá Íbúðalánasjóði. Lántakendum og þátttakendum í átakinu „Allir vinna" er því mismunað samkvæmt skattalögum eftir því hvar þeir taka lán. Einungis þeir sem taka lán hjá Íbúðalánasjóði eiga möguleika á því að fá vaxtabætur vegna slíkra lána. Ríkisvaldið hefur haldið uppi þeim röksemdum að ef réttur til vaxtabóta vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði yrði rýmkaður þannig að hann tæki einnig til annarra lánveitanda en Íbúðalánasjóðs yrði aukið á vanda skattyfirvalda við eftirlit. Ástæðan er sú að endurbótalán sæta sérstöku eftirliti hjá Íbúðalánasjóði. Slíkar röksemdir eru varla haldbærar þar sem hægt er að leggja sömu kröfur á hendur öðrum lánveitendum. Þá verður að telja að hugsanlega aukin vinna skattyfirvalda vegna eftirlits með fleiri aðilum vegna endurbótalánanna sé heldur léttvæg ástæða samanborið við þá mismunun sem fólk verður fyrir eftir því hjá hvaða lánveitanda það tók lán. Velta má því fyrir sér hvort það sé ekki til hagsbóta fyrir fólkið í landinu að það geti valið hvar það sækir sér lán til endurbóta á húsnæði sínu. Skattalegar ívilnanir eiga ekki að ráða för við ákvörðun á því hvar lán eru tekin. Það er sanngirnismál að jafna stöðu lántakenda og breyta ákvæði tekjuskattslaga um vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði til eigin nota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Átakið „Allir vinna" hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Það felur í sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrátt vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Ljóst er að átakið er vel heppnað átak enda hafa a.m.k 19.000 manns nýtt sér það samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa viljað leggja sitt af mörkum í tengslum við átakið og hafa boðið viðskiptavinum sínum framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði sínu. Aftur á móti er ekki jafnræði á milli lánastofnana og lánþegum er mismunað. Þeir aðilar sem taka endurbótalán hjá Íbúðalánasjóði virðast vera í hvað bestri aðstöðu. Ástæðan er sú að samkvæmt b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, mynda lán til verulegra endurbóta á húsnæði til eigin nota ekki stofn til greiðslu vaxtabóta nema lánið sé tekið hjá Íbúðalánasjóði. Lántakendum og þátttakendum í átakinu „Allir vinna" er því mismunað samkvæmt skattalögum eftir því hvar þeir taka lán. Einungis þeir sem taka lán hjá Íbúðalánasjóði eiga möguleika á því að fá vaxtabætur vegna slíkra lána. Ríkisvaldið hefur haldið uppi þeim röksemdum að ef réttur til vaxtabóta vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði yrði rýmkaður þannig að hann tæki einnig til annarra lánveitanda en Íbúðalánasjóðs yrði aukið á vanda skattyfirvalda við eftirlit. Ástæðan er sú að endurbótalán sæta sérstöku eftirliti hjá Íbúðalánasjóði. Slíkar röksemdir eru varla haldbærar þar sem hægt er að leggja sömu kröfur á hendur öðrum lánveitendum. Þá verður að telja að hugsanlega aukin vinna skattyfirvalda vegna eftirlits með fleiri aðilum vegna endurbótalánanna sé heldur léttvæg ástæða samanborið við þá mismunun sem fólk verður fyrir eftir því hjá hvaða lánveitanda það tók lán. Velta má því fyrir sér hvort það sé ekki til hagsbóta fyrir fólkið í landinu að það geti valið hvar það sækir sér lán til endurbóta á húsnæði sínu. Skattalegar ívilnanir eiga ekki að ráða för við ákvörðun á því hvar lán eru tekin. Það er sanngirnismál að jafna stöðu lántakenda og breyta ákvæði tekjuskattslaga um vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði til eigin nota.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun