Allir vinna (sumir meira en aðrir) Ágúst Karl Guðmundsson skrifar 27. október 2011 06:00 Átakið „Allir vinna" hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Það felur í sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrátt vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Ljóst er að átakið er vel heppnað átak enda hafa a.m.k 19.000 manns nýtt sér það samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa viljað leggja sitt af mörkum í tengslum við átakið og hafa boðið viðskiptavinum sínum framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði sínu. Aftur á móti er ekki jafnræði á milli lánastofnana og lánþegum er mismunað. Þeir aðilar sem taka endurbótalán hjá Íbúðalánasjóði virðast vera í hvað bestri aðstöðu. Ástæðan er sú að samkvæmt b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, mynda lán til verulegra endurbóta á húsnæði til eigin nota ekki stofn til greiðslu vaxtabóta nema lánið sé tekið hjá Íbúðalánasjóði. Lántakendum og þátttakendum í átakinu „Allir vinna" er því mismunað samkvæmt skattalögum eftir því hvar þeir taka lán. Einungis þeir sem taka lán hjá Íbúðalánasjóði eiga möguleika á því að fá vaxtabætur vegna slíkra lána. Ríkisvaldið hefur haldið uppi þeim röksemdum að ef réttur til vaxtabóta vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði yrði rýmkaður þannig að hann tæki einnig til annarra lánveitanda en Íbúðalánasjóðs yrði aukið á vanda skattyfirvalda við eftirlit. Ástæðan er sú að endurbótalán sæta sérstöku eftirliti hjá Íbúðalánasjóði. Slíkar röksemdir eru varla haldbærar þar sem hægt er að leggja sömu kröfur á hendur öðrum lánveitendum. Þá verður að telja að hugsanlega aukin vinna skattyfirvalda vegna eftirlits með fleiri aðilum vegna endurbótalánanna sé heldur léttvæg ástæða samanborið við þá mismunun sem fólk verður fyrir eftir því hjá hvaða lánveitanda það tók lán. Velta má því fyrir sér hvort það sé ekki til hagsbóta fyrir fólkið í landinu að það geti valið hvar það sækir sér lán til endurbóta á húsnæði sínu. Skattalegar ívilnanir eiga ekki að ráða för við ákvörðun á því hvar lán eru tekin. Það er sanngirnismál að jafna stöðu lántakenda og breyta ákvæði tekjuskattslaga um vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði til eigin nota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Átakið „Allir vinna" hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Það felur í sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrátt vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Ljóst er að átakið er vel heppnað átak enda hafa a.m.k 19.000 manns nýtt sér það samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa viljað leggja sitt af mörkum í tengslum við átakið og hafa boðið viðskiptavinum sínum framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði sínu. Aftur á móti er ekki jafnræði á milli lánastofnana og lánþegum er mismunað. Þeir aðilar sem taka endurbótalán hjá Íbúðalánasjóði virðast vera í hvað bestri aðstöðu. Ástæðan er sú að samkvæmt b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, mynda lán til verulegra endurbóta á húsnæði til eigin nota ekki stofn til greiðslu vaxtabóta nema lánið sé tekið hjá Íbúðalánasjóði. Lántakendum og þátttakendum í átakinu „Allir vinna" er því mismunað samkvæmt skattalögum eftir því hvar þeir taka lán. Einungis þeir sem taka lán hjá Íbúðalánasjóði eiga möguleika á því að fá vaxtabætur vegna slíkra lána. Ríkisvaldið hefur haldið uppi þeim röksemdum að ef réttur til vaxtabóta vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði yrði rýmkaður þannig að hann tæki einnig til annarra lánveitanda en Íbúðalánasjóðs yrði aukið á vanda skattyfirvalda við eftirlit. Ástæðan er sú að endurbótalán sæta sérstöku eftirliti hjá Íbúðalánasjóði. Slíkar röksemdir eru varla haldbærar þar sem hægt er að leggja sömu kröfur á hendur öðrum lánveitendum. Þá verður að telja að hugsanlega aukin vinna skattyfirvalda vegna eftirlits með fleiri aðilum vegna endurbótalánanna sé heldur léttvæg ástæða samanborið við þá mismunun sem fólk verður fyrir eftir því hjá hvaða lánveitanda það tók lán. Velta má því fyrir sér hvort það sé ekki til hagsbóta fyrir fólkið í landinu að það geti valið hvar það sækir sér lán til endurbóta á húsnæði sínu. Skattalegar ívilnanir eiga ekki að ráða för við ákvörðun á því hvar lán eru tekin. Það er sanngirnismál að jafna stöðu lántakenda og breyta ákvæði tekjuskattslaga um vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði til eigin nota.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar