Vaðlaheiðargöng og forgangsröðun framkvæmda Þóroddur Bjarnason skrifar 25. október 2011 06:00 Á undanförnum áratugum hefur margt áunnist í samgöngumálum þjóðarinnar. Bundið slitlag hefur verið lagt á nánast allan hringveginn og flestum erfiðustu umferðarhindrunum á þeirri leið verið rutt úr vegi. Helstu umferðaræðar innan borgarmarkanna hafa verið tvöfaldaðar eða jafnvel þrefaldaðar og tengingar milli þeirra víða auðveldaðar með mislægum gatnamótum. Allir þéttbýliskjarnar landsins eru jafnframt í vegasambandi við hringveginn þótt víða séu slíkir vegir erfiðir og illfærir stóran hluta ársins. Óleyst viðfangsefni í samgöngumálum eru þó jafnframt mörg og brýn. Umferðarþunginn á suðvesturhorni landsins er mikill og ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til að auka umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum á mesta annatíma. Utan suðvesturhornsins eru vegir hins vegar víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstakir byggðakjarnar við afar erfiða einangrun frá næstu nágrönnum sínum og nálægum þjónustukjörnum. Hættur leynast víða á þjóðvegum landsins og stafar öllum vegfarendum þannig til dæmis bráð lífshætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og blindbeygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Tvöföldun þjóðvega virðist eina leiðin til að verjast þeim og hljóta umferðarþyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sundurgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir sentimetrar skilja milli lífs og dauða þegar fjölskyldubílar og flutningabílar mætast á miklum hraða. Flest verða umferðarslysin á umferðarþyngstu vegunum en oft er lífshættan mest á þeim fáfarnari. Lífshætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegaframkvæmda. Síðustu öldina hefur Reykjavík verið byggð upp sem þungamiðja opinberrar stjórnsýslu, menntunar, verslunar, heilbrigðisþjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en jafnframt hafa stærstu byggðarlög einstakra landshluta verið efld til að sem flestir landsmenn geti notið slíkrar þjónustu. Þessi þéttbýlisstefna hefur valdið umtalsverðri byggðaröskun en flestir eru sammála um að þetta sé skynsamlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðarlaga landsins. Fyrir vikið þarf hins vegar að tryggja að íbúar hinna dreifðu byggða geti af sæmilegu öryggi sótt heilbrigðisþjónustu, menntun, verslun og menningu um þjóðvegi landsins. Þess vegna er fólksfjöldi heldur ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna forgangsröðun samgöngubóta. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöngum undir Vesturlandsveginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðlaheiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyrirhuguðum göngum undir Vaðlaheiðina og öruggum samgöngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætlunarflug þeirra lendir, háskólanemar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lágvöruverslunum. Sú framkvæmd styrkir jafnframt þéttbýlissvæðið á Mið-Norðurlandi frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og Húsavíkur þar sem ríflega þrjátíu þúsund manns búa og fólksfjölgun hefur verið um 4% frá síðustu aldamótum. Eðlilega þykir flestum sem öll hagkvæmnis-, öryggis- og sanngirnissjónarmið hnígi að því að þeirra vandamál njóti forgangs og umræða um samgöngumál snýst því auðveldlega upp í illvíga hreppapólitík og ásakanir um kjördæmapot. Vaðlaheiðargöng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkrahús í Þingholtunum gagnast íbúum höfuðborgarsvæðisins meira en öðrum. Mikilvægi þessara samgöngubóta fyrir íbúa Mið-Norðurlands dregur vitaskuld ekki úr nauðsyn brýnna samgöngubóta fyrir íbúa suðvesturhornsins, Vestfirðinga eða Austfirðinga. Fyrr eða síðar þarf að ráðast í allar þessar framkvæmdir og pólitísk forgangsröðun þeirra er erfið en nauðsynleg. Það yrði til mikilla bóta ef stefnumótun í samgöngumálum til næstu áratuga gæti falið í sér formlega forgangsröðun sem rökstudd væri með faglegu mati á margvíslegum og ólíkum ávinningi mismunandi framkvæmda. Það er hins vegar ástæðulaust að níða niður tilteknar framkvæmdir eða ráðast með offorsi að þeim sem tala máli íbúa á einstökum svæðum í samgöngumálum. Sanngjörn forgangsröðun í samgöngumálum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhúsdyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor íbúa suðvesturhornsins sem lenda daglega í seigfljótandi umferðartöfum. Á hinn bóginn þurfa íbúar suðvesturhornsins einnig að ímynda sér augnablik verslanir sínar, háskóla og sjúkrahús handan við fjallaskarð sem oft sé illfært eða jafnvel ófært um að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra landsmanna í Reykjavík að setja sig í spor allra landsmanna og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hefur margt áunnist í samgöngumálum þjóðarinnar. Bundið slitlag hefur verið lagt á nánast allan hringveginn og flestum erfiðustu umferðarhindrunum á þeirri leið verið rutt úr vegi. Helstu umferðaræðar innan borgarmarkanna hafa verið tvöfaldaðar eða jafnvel þrefaldaðar og tengingar milli þeirra víða auðveldaðar með mislægum gatnamótum. Allir þéttbýliskjarnar landsins eru jafnframt í vegasambandi við hringveginn þótt víða séu slíkir vegir erfiðir og illfærir stóran hluta ársins. Óleyst viðfangsefni í samgöngumálum eru þó jafnframt mörg og brýn. Umferðarþunginn á suðvesturhorni landsins er mikill og ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til að auka umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum á mesta annatíma. Utan suðvesturhornsins eru vegir hins vegar víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstakir byggðakjarnar við afar erfiða einangrun frá næstu nágrönnum sínum og nálægum þjónustukjörnum. Hættur leynast víða á þjóðvegum landsins og stafar öllum vegfarendum þannig til dæmis bráð lífshætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og blindbeygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Tvöföldun þjóðvega virðist eina leiðin til að verjast þeim og hljóta umferðarþyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sundurgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir sentimetrar skilja milli lífs og dauða þegar fjölskyldubílar og flutningabílar mætast á miklum hraða. Flest verða umferðarslysin á umferðarþyngstu vegunum en oft er lífshættan mest á þeim fáfarnari. Lífshætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegaframkvæmda. Síðustu öldina hefur Reykjavík verið byggð upp sem þungamiðja opinberrar stjórnsýslu, menntunar, verslunar, heilbrigðisþjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en jafnframt hafa stærstu byggðarlög einstakra landshluta verið efld til að sem flestir landsmenn geti notið slíkrar þjónustu. Þessi þéttbýlisstefna hefur valdið umtalsverðri byggðaröskun en flestir eru sammála um að þetta sé skynsamlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðarlaga landsins. Fyrir vikið þarf hins vegar að tryggja að íbúar hinna dreifðu byggða geti af sæmilegu öryggi sótt heilbrigðisþjónustu, menntun, verslun og menningu um þjóðvegi landsins. Þess vegna er fólksfjöldi heldur ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna forgangsröðun samgöngubóta. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöngum undir Vesturlandsveginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðlaheiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyrirhuguðum göngum undir Vaðlaheiðina og öruggum samgöngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætlunarflug þeirra lendir, háskólanemar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lágvöruverslunum. Sú framkvæmd styrkir jafnframt þéttbýlissvæðið á Mið-Norðurlandi frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og Húsavíkur þar sem ríflega þrjátíu þúsund manns búa og fólksfjölgun hefur verið um 4% frá síðustu aldamótum. Eðlilega þykir flestum sem öll hagkvæmnis-, öryggis- og sanngirnissjónarmið hnígi að því að þeirra vandamál njóti forgangs og umræða um samgöngumál snýst því auðveldlega upp í illvíga hreppapólitík og ásakanir um kjördæmapot. Vaðlaheiðargöng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkrahús í Þingholtunum gagnast íbúum höfuðborgarsvæðisins meira en öðrum. Mikilvægi þessara samgöngubóta fyrir íbúa Mið-Norðurlands dregur vitaskuld ekki úr nauðsyn brýnna samgöngubóta fyrir íbúa suðvesturhornsins, Vestfirðinga eða Austfirðinga. Fyrr eða síðar þarf að ráðast í allar þessar framkvæmdir og pólitísk forgangsröðun þeirra er erfið en nauðsynleg. Það yrði til mikilla bóta ef stefnumótun í samgöngumálum til næstu áratuga gæti falið í sér formlega forgangsröðun sem rökstudd væri með faglegu mati á margvíslegum og ólíkum ávinningi mismunandi framkvæmda. Það er hins vegar ástæðulaust að níða niður tilteknar framkvæmdir eða ráðast með offorsi að þeim sem tala máli íbúa á einstökum svæðum í samgöngumálum. Sanngjörn forgangsröðun í samgöngumálum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhúsdyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor íbúa suðvesturhornsins sem lenda daglega í seigfljótandi umferðartöfum. Á hinn bóginn þurfa íbúar suðvesturhornsins einnig að ímynda sér augnablik verslanir sínar, háskóla og sjúkrahús handan við fjallaskarð sem oft sé illfært eða jafnvel ófært um að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra landsmanna í Reykjavík að setja sig í spor allra landsmanna og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar