Allir þessir hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. október 2011 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun