Aldarafmæli Alliance française í Reykjavik Friðrik Rafnsson skrifar 15. október 2011 06:00 Alliance française í Reykjavik var stofnað árið 1911, hinn 16. október. Fyrst í stað fólst starfsemi þess í því standa að kvöldum þar sem bókmenntir og listir voru skeggræddar. Kennnsla frá 1924 Alliance française hóf frönskukennslu árið 1924 og fór hún fyrst í stað fram í húsnæði KFUM. Fyrsti kennarinn var Páll Sveinsson, forseti félagsins frá 1915-1930. Hann tók árið 1930 saman fyrstu frönskukennslubókina sem gefin var út á íslensku, en Alliance française gaf hana út með stuðningi íslenskra yfirvalda menntamála. Árið 1932 varð mikil uppsveifla í frönskukennslunni. Meira en sjötíu nemendur sóttu frönskutíma. Þessi mikli áhugi kann að vera því að þakka að þá kom kennari að nafni frú Jolivet sérstaklega til Íslands til að sinna frönskukennslunni. Alliance française og Háskóli Íslands Háskóli Íslands var sem kunnugt er einnig stofnaður árið 1911. Strax þá sendi franska ríkið kennara að nafni André Courmont til að kenna frönsku og franskar bókmenntir við Háskóla Íslands. Franska er því fyrsta erlenda tungumálið sem farið var að kenna við hinn nýja háskóla Íslendinga. Nokkurt hlé varð á frönskukennslunni í og eftir fyrri heimsstyrjöldina, en samstarfið hófst á ný árið 1933. Eftir það, fyrir utan seinni heimsstyrjöldina, hefur ævinlega verið franskur sendikennari við frönskudeild Háskóla Íslands og lengstum hefur framkvæmdastjóri Alliance française jafnframt verið sendikennari. Alla öldina hefur mjög gott og náið samstarf verið milli Háskóla Íslands og Alliance française og frönskukennslan fór lengi vel fram í húsnæði háskólans, en á tímabili fékk háskólinn líka aðstöðu í húsnæði Alliance française.Frönskukennslan fyrir börn Árið 1935 hóf Thora Fridriksson, sem var forseti Alliance française frá 1932 til 1938, frönskukennslu fyrir börn og samdi sérstaka kennslubók í því skyni, en kennt var í Landakotsskóla. Á þessum tíma var afar sjaldgæft að börnum væru kennd erlend tungumál, en þetta sýnir þann metnað og framfarahyggju sem Alliance française í Reykjavík hefur ævinlega haft að leiðarljósi í frönskukennslunni. Alla tíð síðan hefur Alliance française leitast við að bjóða nemendum upp á vandaða og nútímalega frönskukennslu. Allir kennarar sem starfa hjá Alliance française eru með kennsluréttindi og mikla reynslu. Nemendur eru nú um 300 á öllum aldri, allt frá börnum til „heldri borgara“. Nú er nýjustu aðferðum sem uppfylla alla Evrópustaðla beitt í kennslunni og kennarar nota nýjustu kennslutækni, s.s. rafrænar töflur. Lögð er áhersla á að bjóða börnum upp á frönskukennslu í samvinnu við ÍTR. Árlega fer „frönskurútan“ í heimsókn í grunnskóla borgarinnar, krökkunum til ómældrar ánægju. Boðið er upp á kennslu í fagfrönsku (franska fyrir leiðsögumenn, franska fyrir stjórnarerindreka, viðskiptafranska, o.s.frv.). Alliance française er enn fremur eini aðilinn á Íslandi sem hefur leyfi til að láta nemendur undirgangast hið svokallaða DELF-próf (Diplôme d’Etudes en Langue Française), opinbert próf franska menntamálaráðuneytisins sem er viðurkennt í menntastofnunum um allan heim.Menningarsamstarf Öflugt menningarstarf hefur ásamt frönskukennslunni verið annar meginþátta í starfsemi Alliance française allt frá upphafi, enda félagið stofnað þann 16. október árið 1911 af „þeim mönnum, er áhuga hafa á frakkneskri tungu, og bókmenntum“. Á fyrstu árum félagsins var áhersla lögð á að byggja upp franskt bókasafn og efna til umræðukvölda um bókmenntir og listir undir nafninu „le cercle français“. Menningarstarfið varð öflugra og fjölbreyttara eftir því sem félaginu óx ásmegin og það hefur í gegnum tíðina staðið að komu fjölmargra franskra listamanna og menningarfrömuða hingað til lands. Enn fremur hafa fjölmargir af helstu lista- og fræðimönnum okkar lagt félaginu lið í gegnum árin. Alliance française hefur þannig efnt til bókmenntakvölda, tónleikahalds, leiksýninga, danssýninga, tískusýninga, málverkasýninga, ljósmyndasýninga, sýninga um byggingarlist, kvikmyndasýninga- og hátíða, og þá er ekki allt upp talið, ýmist eitt eða í samstarfi við íslenskar menningarstofnanir, skóla og fyrirtæki. Fyrirlestrahald hefur verið fastur þáttur í menningarstarfi félagsins frá upphafi vega og hefur félagið fengið fjölmarga franska fyrirlesara til landsins, en einnig hafa íslenskir og franskir sérfræðingar búsettir hérlendis fjallað um ýmis frönsk málefni. Bókmenntir, listir og heimspeki hafa verið leiðarhnoða í fyrirlestrahaldinu, en undanfarna áratugi hefur verið fjallað um ýmis önnur svið mannlegrar þekkingar, m.a. í góðri samvinnu við Háskóla Íslands.Fréttamiðstöð Á fyrri hluta aldarinnar bárust fréttir seint og illa frá Frakklandi og því komu félagsmenn gjarnan saman til að skiptast á þeim fréttum sem þeim hafði tekist að afla. Árið 1932 var útvarpið komið til sögunnar en viðtæki ekki komin í almannaeign og því efndi Alliance française til „soirées radiodiffusées“, útvarpskvölda þar sem menn komu saman og hlustuðu á útvarpið. Ætíð síðar hefur Alliance française lagt áherslu á að veita meðlimum beinan, ókeypis aðgang að fréttum frá Frakklandi, s.s. með því að bjóða upp á aðgang að úrvali dagblaða og tímarita. Það gaf meira að segja út tímaritið Islande – France á árunum 1937-1953. Nú sem fyrr er reynt að huga vel að kynningarmálum félagsins, s.s. með því að senda fréttatilkynningar til fjölmiðla, senda félagsmönnum markpóst og uppfæra heimasíðu félagsins reglulega.Lífsnautnir Frakkar eru sem kunnugt er mikið lífsnautnafólk og snar þáttur í menningu þeirra er að koma saman, njóta þess að vera í góðum félagsskap, borða góðan mat og dreypa á ljúfu víni. Þessi þáttur í starfseminni hefur ævinlega notið mikilla vinsælda. Framan af öldinni voru þetta „skemmtisamkomur“ eða „dansveislur“ sem einkum voru sóttar af broddborgurum bæjarins sem gjarna töluðu frönsku á þeim samkomum. Með þeim þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað á sjöunda áratug síðustu aldar og auknum ferðalögum Íslendinga breyttist þetta. Undanfarna áratugi hafa tvær veislur verið haldnar árlega á vegum félagsins, jólahlaðborð í desember og árshátíð í lok maí. Auk þess hefur Alliance française staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum um franska matar- og vínmenningu, s.s. vínsmökkunarnámskeið, súkkulaðinámskeið og matreiðslunámskeið. Blómlegt starf á aldarafmælinu Nú á aldarafmæli Alliance française í Reykjavík er menningar- og félagsstarfið öflugra en nokkru sinni og á árinu stendur það fyrir á þriðja tug viðburða í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, auk ýmissa hérlendra menningarstofnana og –hátíða. Allt frá upphafi og til dagsins í dag hefur félagið notið dyggs stuðnings og einstaks velvilja franskra yfirvalda og ber að þakka það sérstaklega. Aldarafmæli félagsins er því merkur áfangi í sögu menningarsamstarfs og vináttu milli þjóðanna tveggja, Frakka og Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Alliance française í Reykjavik var stofnað árið 1911, hinn 16. október. Fyrst í stað fólst starfsemi þess í því standa að kvöldum þar sem bókmenntir og listir voru skeggræddar. Kennnsla frá 1924 Alliance française hóf frönskukennslu árið 1924 og fór hún fyrst í stað fram í húsnæði KFUM. Fyrsti kennarinn var Páll Sveinsson, forseti félagsins frá 1915-1930. Hann tók árið 1930 saman fyrstu frönskukennslubókina sem gefin var út á íslensku, en Alliance française gaf hana út með stuðningi íslenskra yfirvalda menntamála. Árið 1932 varð mikil uppsveifla í frönskukennslunni. Meira en sjötíu nemendur sóttu frönskutíma. Þessi mikli áhugi kann að vera því að þakka að þá kom kennari að nafni frú Jolivet sérstaklega til Íslands til að sinna frönskukennslunni. Alliance française og Háskóli Íslands Háskóli Íslands var sem kunnugt er einnig stofnaður árið 1911. Strax þá sendi franska ríkið kennara að nafni André Courmont til að kenna frönsku og franskar bókmenntir við Háskóla Íslands. Franska er því fyrsta erlenda tungumálið sem farið var að kenna við hinn nýja háskóla Íslendinga. Nokkurt hlé varð á frönskukennslunni í og eftir fyrri heimsstyrjöldina, en samstarfið hófst á ný árið 1933. Eftir það, fyrir utan seinni heimsstyrjöldina, hefur ævinlega verið franskur sendikennari við frönskudeild Háskóla Íslands og lengstum hefur framkvæmdastjóri Alliance française jafnframt verið sendikennari. Alla öldina hefur mjög gott og náið samstarf verið milli Háskóla Íslands og Alliance française og frönskukennslan fór lengi vel fram í húsnæði háskólans, en á tímabili fékk háskólinn líka aðstöðu í húsnæði Alliance française.Frönskukennslan fyrir börn Árið 1935 hóf Thora Fridriksson, sem var forseti Alliance française frá 1932 til 1938, frönskukennslu fyrir börn og samdi sérstaka kennslubók í því skyni, en kennt var í Landakotsskóla. Á þessum tíma var afar sjaldgæft að börnum væru kennd erlend tungumál, en þetta sýnir þann metnað og framfarahyggju sem Alliance française í Reykjavík hefur ævinlega haft að leiðarljósi í frönskukennslunni. Alla tíð síðan hefur Alliance française leitast við að bjóða nemendum upp á vandaða og nútímalega frönskukennslu. Allir kennarar sem starfa hjá Alliance française eru með kennsluréttindi og mikla reynslu. Nemendur eru nú um 300 á öllum aldri, allt frá börnum til „heldri borgara“. Nú er nýjustu aðferðum sem uppfylla alla Evrópustaðla beitt í kennslunni og kennarar nota nýjustu kennslutækni, s.s. rafrænar töflur. Lögð er áhersla á að bjóða börnum upp á frönskukennslu í samvinnu við ÍTR. Árlega fer „frönskurútan“ í heimsókn í grunnskóla borgarinnar, krökkunum til ómældrar ánægju. Boðið er upp á kennslu í fagfrönsku (franska fyrir leiðsögumenn, franska fyrir stjórnarerindreka, viðskiptafranska, o.s.frv.). Alliance française er enn fremur eini aðilinn á Íslandi sem hefur leyfi til að láta nemendur undirgangast hið svokallaða DELF-próf (Diplôme d’Etudes en Langue Française), opinbert próf franska menntamálaráðuneytisins sem er viðurkennt í menntastofnunum um allan heim.Menningarsamstarf Öflugt menningarstarf hefur ásamt frönskukennslunni verið annar meginþátta í starfsemi Alliance française allt frá upphafi, enda félagið stofnað þann 16. október árið 1911 af „þeim mönnum, er áhuga hafa á frakkneskri tungu, og bókmenntum“. Á fyrstu árum félagsins var áhersla lögð á að byggja upp franskt bókasafn og efna til umræðukvölda um bókmenntir og listir undir nafninu „le cercle français“. Menningarstarfið varð öflugra og fjölbreyttara eftir því sem félaginu óx ásmegin og það hefur í gegnum tíðina staðið að komu fjölmargra franskra listamanna og menningarfrömuða hingað til lands. Enn fremur hafa fjölmargir af helstu lista- og fræðimönnum okkar lagt félaginu lið í gegnum árin. Alliance française hefur þannig efnt til bókmenntakvölda, tónleikahalds, leiksýninga, danssýninga, tískusýninga, málverkasýninga, ljósmyndasýninga, sýninga um byggingarlist, kvikmyndasýninga- og hátíða, og þá er ekki allt upp talið, ýmist eitt eða í samstarfi við íslenskar menningarstofnanir, skóla og fyrirtæki. Fyrirlestrahald hefur verið fastur þáttur í menningarstarfi félagsins frá upphafi vega og hefur félagið fengið fjölmarga franska fyrirlesara til landsins, en einnig hafa íslenskir og franskir sérfræðingar búsettir hérlendis fjallað um ýmis frönsk málefni. Bókmenntir, listir og heimspeki hafa verið leiðarhnoða í fyrirlestrahaldinu, en undanfarna áratugi hefur verið fjallað um ýmis önnur svið mannlegrar þekkingar, m.a. í góðri samvinnu við Háskóla Íslands.Fréttamiðstöð Á fyrri hluta aldarinnar bárust fréttir seint og illa frá Frakklandi og því komu félagsmenn gjarnan saman til að skiptast á þeim fréttum sem þeim hafði tekist að afla. Árið 1932 var útvarpið komið til sögunnar en viðtæki ekki komin í almannaeign og því efndi Alliance française til „soirées radiodiffusées“, útvarpskvölda þar sem menn komu saman og hlustuðu á útvarpið. Ætíð síðar hefur Alliance française lagt áherslu á að veita meðlimum beinan, ókeypis aðgang að fréttum frá Frakklandi, s.s. með því að bjóða upp á aðgang að úrvali dagblaða og tímarita. Það gaf meira að segja út tímaritið Islande – France á árunum 1937-1953. Nú sem fyrr er reynt að huga vel að kynningarmálum félagsins, s.s. með því að senda fréttatilkynningar til fjölmiðla, senda félagsmönnum markpóst og uppfæra heimasíðu félagsins reglulega.Lífsnautnir Frakkar eru sem kunnugt er mikið lífsnautnafólk og snar þáttur í menningu þeirra er að koma saman, njóta þess að vera í góðum félagsskap, borða góðan mat og dreypa á ljúfu víni. Þessi þáttur í starfseminni hefur ævinlega notið mikilla vinsælda. Framan af öldinni voru þetta „skemmtisamkomur“ eða „dansveislur“ sem einkum voru sóttar af broddborgurum bæjarins sem gjarna töluðu frönsku á þeim samkomum. Með þeim þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað á sjöunda áratug síðustu aldar og auknum ferðalögum Íslendinga breyttist þetta. Undanfarna áratugi hafa tvær veislur verið haldnar árlega á vegum félagsins, jólahlaðborð í desember og árshátíð í lok maí. Auk þess hefur Alliance française staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum um franska matar- og vínmenningu, s.s. vínsmökkunarnámskeið, súkkulaðinámskeið og matreiðslunámskeið. Blómlegt starf á aldarafmælinu Nú á aldarafmæli Alliance française í Reykjavík er menningar- og félagsstarfið öflugra en nokkru sinni og á árinu stendur það fyrir á þriðja tug viðburða í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, auk ýmissa hérlendra menningarstofnana og –hátíða. Allt frá upphafi og til dagsins í dag hefur félagið notið dyggs stuðnings og einstaks velvilja franskra yfirvalda og ber að þakka það sérstaklega. Aldarafmæli félagsins er því merkur áfangi í sögu menningarsamstarfs og vináttu milli þjóðanna tveggja, Frakka og Íslendinga.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar