(G)narrismi Sighvatur Björgvinsson skrifar 14. september 2011 11:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar