Heimilismatur í sparibúningi 23. september 2011 11:00 Andrea Norðfjörð er eigandi Kaffi Aroma. Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira