Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu 8. ágúst 2011 04:00 Hrun í byggingageiranum hefur valdið atvinnuleysi. Ekki tekst þó alltaf að fá smiði á atvinnuleysisskrá í vinnu. Fréttablaðið/stefán „Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira