Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu 8. ágúst 2011 04:00 Hrun í byggingageiranum hefur valdið atvinnuleysi. Ekki tekst þó alltaf að fá smiði á atvinnuleysisskrá í vinnu. Fréttablaðið/stefán „Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira