Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu 8. ágúst 2011 04:00 Hrun í byggingageiranum hefur valdið atvinnuleysi. Ekki tekst þó alltaf að fá smiði á atvinnuleysisskrá í vinnu. Fréttablaðið/stefán „Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumálastofnun fyrir norðan með nöfnum um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er vægast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðarsamt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þúsunda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiðaverkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bifvélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leitað eftir málmiðnaðarmönnum, vélvirkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil endurnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar handleggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafnmiklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnulausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrrgreindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyrirtækja. Steinþór Haraldsson, staðgengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrirtækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóðfélag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira