Vill flytja fleiri verkefni til sveitarfélag 8. ágúst 2011 05:00 elín björg Jónsdóttir „Ég er sannfærð um að því nær ákvörðunarvaldinu sem við erum, því markvissari verða áætlanirnar,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á hlutverki ríkisins. Elín Björg er sannfærð um að flutningur fleiri verkefna frá ríki til sveitarfélaga muni skila árangri í fyrirætlunum yfirvalda um frekara aðhald í komandi fjárlögum. Hún nefnir þar sérstaklega málefni aldraðra og heilsugæslu. „En það er nauðsynlegt að hugsa þetta mál út frá öllum hliðum,“ segir hún. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á laugardag að skilgreina þyrfti umfang ríkisrekstrar upp á nýtt með því að afmarka kjarnaþjónustu. Huga þyrfti alvarlega að því hvort önnur þjónusta ætti heima á hendi annarra. Nú stendur yfir vinna í ráðuneytum við fjárlög næsta árs og ljóst þykir að mikils aðhalds þarf að gæta í rekstri ríkisins. Elín Björg segir afar mikilvægt að ríkið skeri ekki frekar niður í velferðarkerfinu. Krafan um þá þjónustu í samfélaginu hafi aldrei verið meiri og því sé brýnt að taka umræðuna upp og taka ákvarðanir hvar hægt sé að takmarka fjármagn. „Við vitum að vandinn er mikill en það má ekki skera meira niður í velferðarmálunum; þjónustu ríkis og sveitarfélaga,“ segir hún. „Það þarf að taka þessa umræðu í alvöru. Ákveða hvaða velferðarþjónustu við ætlum að verja og hvað sé mikilvægast. Við þurfum að láta annað bíða á meðan.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði á föstudag að einboðið sé að sveitarfélög verði að stækka og eflast til að takast á við aukin verkefni. Mikilvægt sé að ráðast í algjöra endurskoðun á hlutverki þeirra, en gæta þess að standa vörð um velferðarkerfið.- sv Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
„Ég er sannfærð um að því nær ákvörðunarvaldinu sem við erum, því markvissari verða áætlanirnar,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á hlutverki ríkisins. Elín Björg er sannfærð um að flutningur fleiri verkefna frá ríki til sveitarfélaga muni skila árangri í fyrirætlunum yfirvalda um frekara aðhald í komandi fjárlögum. Hún nefnir þar sérstaklega málefni aldraðra og heilsugæslu. „En það er nauðsynlegt að hugsa þetta mál út frá öllum hliðum,“ segir hún. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á laugardag að skilgreina þyrfti umfang ríkisrekstrar upp á nýtt með því að afmarka kjarnaþjónustu. Huga þyrfti alvarlega að því hvort önnur þjónusta ætti heima á hendi annarra. Nú stendur yfir vinna í ráðuneytum við fjárlög næsta árs og ljóst þykir að mikils aðhalds þarf að gæta í rekstri ríkisins. Elín Björg segir afar mikilvægt að ríkið skeri ekki frekar niður í velferðarkerfinu. Krafan um þá þjónustu í samfélaginu hafi aldrei verið meiri og því sé brýnt að taka umræðuna upp og taka ákvarðanir hvar hægt sé að takmarka fjármagn. „Við vitum að vandinn er mikill en það má ekki skera meira niður í velferðarmálunum; þjónustu ríkis og sveitarfélaga,“ segir hún. „Það þarf að taka þessa umræðu í alvöru. Ákveða hvaða velferðarþjónustu við ætlum að verja og hvað sé mikilvægast. Við þurfum að láta annað bíða á meðan.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði á föstudag að einboðið sé að sveitarfélög verði að stækka og eflast til að takast á við aukin verkefni. Mikilvægt sé að ráðast í algjöra endurskoðun á hlutverki þeirra, en gæta þess að standa vörð um velferðarkerfið.- sv
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent