Pósturinn bregst við nýjum tímum 21. júlí 2011 05:30 Ingimundur Sigurpálsson Íslandspóstur Einkaréttur Íslandspósts á bréfapósti verður afnuminn árið 2013. Fyrirtækið býr sig undir breytt rekstrarumhverfi þessi misserin.Fréttablaðið/arnþór Rekstrarumhverfi Íslandspósts hefur breyst mikið á skömmum tíma og mun taka enn frekari breytingum á næstu árum. Stóra spurningin er hvort póstþjónusta fyrir alla landsmenn, fimm daga vikunnar, sé sjálfbær til frambúðar. Miklar breytingar eru að verða á markaðsstöðu Íslandspósts um þessar mundir. Bréfapósti hefur fækkað töluvert frá árinu 2008, ekki síst vegna aukinnar notkunar rafræns póst, auk þess sem einkaréttur fyrirtækisins á bréfapósti rennur út árið 2013. Til að bregðast við breyttum aðstæðum hefur fyrirtækið gripið til verðhækkana en róttækari breytingar gætu fylgt í kjölfarið. „Stóra spurningin í þessu er hvernig regluverkið í kringum póstþjónustuna mun þróast. Okkur ber núna skylda til, lögum samkvæmt, að fara inn á hvert einasta heimili fimm daga vikunnar. Við þurfum að dreifa alls staðar á landinu og þetta kostar mikla peninga,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og heldur áfram: „Einkarétturinn á bréfapósti hefur hingað til gert okkur kleift að kosta þetta en það er spurning hvernig ríkisvaldið ætlar að standa að þessu þegar einkarétturinn verður felldur niður.“ Gjaldskrá Íslandspósts hækkaði 15. júní síðastliðinn og nam hækkunin um 20 prósentum í öllum verðflokkum. Ingimundur segir tvennt liggja að baki þessum hækkunum. Í fyrsta lagi sé Íslandspóstur að bregðast við almennum verðbreytingum í samfélaginu en jafnframt sé þetta þáttur í því að bregðast við fækkun bréfa. „Þetta er í takt við það sem kollegar okkar í nágrannalöndunum hafa verið að upplifa og við reiknum með því að þessi þróun haldi áfram. Samkvæmt okkar spám ætti að nást einhver botn innan fimm til sjö ára þar sem bréfamagnið nær jafnvægi,“ segir Ingimundur. Spurður hvort almenn póstþjónusta sé einfaldlega orðin tímaskekkja segist Ingimundur ekki eiga von á því að póstþjónusta verði það í fyrirsjáanlegri framtíð. Árið 2013 verður einkaréttur Íslandspósts á bréfapósti afnuminn og segist Ingimundur reikna fastlega með því að fleiri komi inn á markaðinn í kjölfarið. Íslandspóstur er hlutafélag, að fullu í eigu ríkisins og er eingöngu með einkarétt á dreifingu bréfa allt að 50 grömmum, en starfar að öðru leyti á samkeppnismarkaði. Um helmingur tekna fyrirtækisins kemur frá bréfapóstinum. Á Íslandi er póstþjónusta ekki ríkisstyrkt og er fyrirtækið því eingöngu rekið af tekjum sem koma frá viðskiptavinum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Íslandspóstur Einkaréttur Íslandspósts á bréfapósti verður afnuminn árið 2013. Fyrirtækið býr sig undir breytt rekstrarumhverfi þessi misserin.Fréttablaðið/arnþór Rekstrarumhverfi Íslandspósts hefur breyst mikið á skömmum tíma og mun taka enn frekari breytingum á næstu árum. Stóra spurningin er hvort póstþjónusta fyrir alla landsmenn, fimm daga vikunnar, sé sjálfbær til frambúðar. Miklar breytingar eru að verða á markaðsstöðu Íslandspósts um þessar mundir. Bréfapósti hefur fækkað töluvert frá árinu 2008, ekki síst vegna aukinnar notkunar rafræns póst, auk þess sem einkaréttur fyrirtækisins á bréfapósti rennur út árið 2013. Til að bregðast við breyttum aðstæðum hefur fyrirtækið gripið til verðhækkana en róttækari breytingar gætu fylgt í kjölfarið. „Stóra spurningin í þessu er hvernig regluverkið í kringum póstþjónustuna mun þróast. Okkur ber núna skylda til, lögum samkvæmt, að fara inn á hvert einasta heimili fimm daga vikunnar. Við þurfum að dreifa alls staðar á landinu og þetta kostar mikla peninga,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og heldur áfram: „Einkarétturinn á bréfapósti hefur hingað til gert okkur kleift að kosta þetta en það er spurning hvernig ríkisvaldið ætlar að standa að þessu þegar einkarétturinn verður felldur niður.“ Gjaldskrá Íslandspósts hækkaði 15. júní síðastliðinn og nam hækkunin um 20 prósentum í öllum verðflokkum. Ingimundur segir tvennt liggja að baki þessum hækkunum. Í fyrsta lagi sé Íslandspóstur að bregðast við almennum verðbreytingum í samfélaginu en jafnframt sé þetta þáttur í því að bregðast við fækkun bréfa. „Þetta er í takt við það sem kollegar okkar í nágrannalöndunum hafa verið að upplifa og við reiknum með því að þessi þróun haldi áfram. Samkvæmt okkar spám ætti að nást einhver botn innan fimm til sjö ára þar sem bréfamagnið nær jafnvægi,“ segir Ingimundur. Spurður hvort almenn póstþjónusta sé einfaldlega orðin tímaskekkja segist Ingimundur ekki eiga von á því að póstþjónusta verði það í fyrirsjáanlegri framtíð. Árið 2013 verður einkaréttur Íslandspósts á bréfapósti afnuminn og segist Ingimundur reikna fastlega með því að fleiri komi inn á markaðinn í kjölfarið. Íslandspóstur er hlutafélag, að fullu í eigu ríkisins og er eingöngu með einkarétt á dreifingu bréfa allt að 50 grömmum, en starfar að öðru leyti á samkeppnismarkaði. Um helmingur tekna fyrirtækisins kemur frá bréfapóstinum. Á Íslandi er póstþjónusta ekki ríkisstyrkt og er fyrirtækið því eingöngu rekið af tekjum sem koma frá viðskiptavinum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent