Erum við tilbúin að ganga í ESB? Árni Sigfússon skrifar 11. júlí 2011 06:00 Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt?
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar