Erum við tilbúin að ganga í ESB? Árni Sigfússon skrifar 11. júlí 2011 06:00 Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Til að meta kosti þess að ganga í ESB þurfum við að vita hvaða aðra kosti við höfum. Fæstir Íslendingar geta svarað því í dag. Engin ítarleg vinna fer fram á slíku mati. Við erum samt að fjalla um stærstu ákvörðun þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Valið er ekki um stöðnun eða ESB þótt ríkisstjórnin hegði sér þannig. Ofurtrú stjórnvalda, ýmissa forystumanna atvinnulífs og fræðimanna á kostum inngöngu virðist hafa útilokað að fram fari raunsætt og vandað mat á öðrum kostum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einhent sér í slíka vinnu. Slík vinna var hafin fyrir Landsfund 2009 en henni lauk ekki. Þar talar stór hópur reiðilega gegn ESB en fámennari hópur situr þögull hjá fylgjandi ESB eða með vangaveltur um að ef til vill geti verið skynsamlegt að ganga í ESB. Raunar er það svo að við sem höfum talið ástæðu til að halda viðræðum við ESB áfram og kanna hverjir kostirnir eru, bíðum enn eftir að aðrir kostir séu metnir. En það virðist enginn ætla að gera það; ekki ríkisstjórnin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki fræðasamfélagið, ekki samtök atvinnulífs eða launþega. Eru þá ekki til aðrar lausnir varðandi gjaldmiðlaupptöku en evran? Er fastgengisstefna Dana eitthvað til að læra af? Er algerlega víst að innganga í ESB sé skilyrði fyrir upptöku evru? Er ekki til betri leið en að ESB annist samninga við viðskiptaheildir fyrir okkar hönd? Eru raunhæfir möguleikar á sterkum beinum viðskiptasamningum við Bandaríkin, Kanada og Kína, sem gerðu aðild utan ESB vænlegri kost fyrir okkur? Ég var annar tveggja er leiddi vinnu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2009, til að meta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu gaf ekki til kynna að innganga væri augljós. Hún sýndi fyrst og fremst að það var nauðsynlegt að skoða valkostina betur. Jafn vel þótt samninganefnd okkar um ESB aðild kæmi heim með samningsdrög sem sýndu lausnir á helstu efasemdum okkar um aðild s.s. sjávarútveg, þarf að svara spurningum um valkostina áður en þjóðin getur tekið afstöðu. Ef valkostirnir liggja ekki skýrir fyrir er vissara að segja NEI. Við erum daglega minnt á gríðarlegar auðlindir okkar í orku og sjávarútvegi. Vitneskja okkar, sem höfum barist fyrir fjölbreyttum atvinnutækifærum, tekið á móti tugum erlendra fyrirtækja m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína, sem sækjast eftir sköpun stórra og vel launaðra atvinnutækifæra hér á landi, hrópar á okkur um að við getum átt skýra valkosti án ESB. En mat á því hvort er farsælla til lengri tíma er varla til. Ef lausn væri í sjónmáli á gjaldmiðilsmálum okkar og samningsumhverfi við Kína, Kanada og Bandaríkin væri fastmótaðra, gætum við tekið opnum örmum á móti fjölbreyttum og vel launuðum atvinnutækifærum. Við gætum styrkt velferð okkar og aukið kaupmátt sérhvers Íslendings. Þessa valkosti þarf að meta. Ég er því óánægður með þá fátækt sem einkennir alvarlega skoðun á möguleikum okkar. Ríkisstjórnin, Samfylking og Vinstri grænir hafa aldrei leitað valkosta, eða fljótt gefist upp í leit að valkostum. Menn hafa bitið í sig að ESB sé eina lausnin. Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin? Ég hef talið rétt að við höldum viðræðum áfram við ESB og skoðum aðra kosti. Ég vil alls ekki útiloka að ESB sé valkostur. En ég fullyrði að aðrir kostir bjóðast. Við eigum fólk með þekkingu sem getur unnið úr valkostum. Þetta er ákall um að við hefjumst strax handa við slíka vinnu. Auðvitað ætti ríkið að vera reiðubúið að kosta til sambærilegum upphæðum við það og fara nú í aðildarviðræður vegna ESB. Allir stjórnmálaflokkar ættu að leggja slíkt til á Alþingi. Við verðum sjálf að taka af skarið. Við þurfum samtakamátt alþingismanna, atvinnurekenda, verkalýðsforystu og háskólasamfélags til að fara skipulega í þessa vinnu. Hóp sem opnar á tækifærin og útilokar heldur ekki fyrirfram að leið ESB geti verið fær. Er ég einn um að telja þetta vera nauðsynlegt?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun