Fríverslun og Hong Kong 27. júní 2011 09:30 Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Samningurinn er af nýrri kynslóð fríverslunarsamninga. Í honum eru ákvæði um þjónustuviðskipti, samkeppni og fjárfestingar, opinber útboð sem tryggja jafnræði á markaði, og um hugverkavernd. Viðskiptaumhverfið verður því mun tryggara en áður. Fyrir íslenska hagsmuni var mikilvægt að ramma formlega inn þau gæði sem felast í samningnum. Þau geta stuðlað að því að margefla viðskipti, ekki síst á sviði sjávarfangs. En sala á sjávarfangi til Hong Kong hefur verið í örum vexti á allra síðustu árum. Þangað eru t.d. seldar lýsis-afurðir og sæbjúgu, sem nýlega er farið að nýta hér við land. Varðandi framtíðina er rétt að undirstrika tvennt: Í fyrsta lagi er Hong Kong vaxandi miðstöð viðskipta inn á hin öflugu og rísandi markaðssvæði í Suðaustur-Asíu. Í öðru lagi hefur Hong Kong, sem síðan 1997 er hluti Kínverska Alþýðulýðveldisins, sett í sérstakan forgang aukin viðskiptatengsl við meginland Kína. Tækifærin sem nýi fríverslunarsamningurinn opnar liggja því ekki aðeins í aðgangi að mörkuðum Hong Kong. Þau felast líka í tækifærunum sem hann skapar til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri gegnum frumkvöðla í Hong Kong á hinn risastóra markað á meginlandi Kína, og Suðaustur-Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýr fríverslunarsamningur við Hong Kong tryggir til framtíðar algert tollfrelsi íslenskra fiskafurða og iðnaðarvarnings. Hann skapar einnig mun öruggara og auðveldara umhverfi fyrir Íslendinga til almennra viðskipta og fjárfestinga í Hong Kong. Þar eru nú þegar íslensk fyrirtæki með ríflega 800 manns í vinnu. Samningurinn er af nýrri kynslóð fríverslunarsamninga. Í honum eru ákvæði um þjónustuviðskipti, samkeppni og fjárfestingar, opinber útboð sem tryggja jafnræði á markaði, og um hugverkavernd. Viðskiptaumhverfið verður því mun tryggara en áður. Fyrir íslenska hagsmuni var mikilvægt að ramma formlega inn þau gæði sem felast í samningnum. Þau geta stuðlað að því að margefla viðskipti, ekki síst á sviði sjávarfangs. En sala á sjávarfangi til Hong Kong hefur verið í örum vexti á allra síðustu árum. Þangað eru t.d. seldar lýsis-afurðir og sæbjúgu, sem nýlega er farið að nýta hér við land. Varðandi framtíðina er rétt að undirstrika tvennt: Í fyrsta lagi er Hong Kong vaxandi miðstöð viðskipta inn á hin öflugu og rísandi markaðssvæði í Suðaustur-Asíu. Í öðru lagi hefur Hong Kong, sem síðan 1997 er hluti Kínverska Alþýðulýðveldisins, sett í sérstakan forgang aukin viðskiptatengsl við meginland Kína. Tækifærin sem nýi fríverslunarsamningurinn opnar liggja því ekki aðeins í aðgangi að mörkuðum Hong Kong. Þau felast líka í tækifærunum sem hann skapar til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri gegnum frumkvöðla í Hong Kong á hinn risastóra markað á meginlandi Kína, og Suðaustur-Asíu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar