Barnafjölskyldur standa verst Eldey Huld Jónsdóttir skrifar 6. maí 2011 06:00 Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður. Undirrituð hóf starf sem félagsráðgjafi hjá innanlandsdeild Hjálparstarfsins vorið 2010 og hefur tekið þátt í að aðstoða hundruð fjölskyldna í mánuði hverjum. Mataraðstoð hefur sinn sess hjá okkur og hefur nú fengið nýjan farveg þar sem í stað matarpoka er barnafjölskyldum afhent inneignarkort í matvöruverslunum með ákveðinni upphæð eftir fjölskyldustærð. Lyfjakostnaður vegur þungt bæði hjá öryrkjum og öðrum sem takast á við tímabundin eða langvarandi veikindi og því er Hjálparstarfið að hlaupa undir bagga með tilfallandi lyfjakaupum. Samkvæmt niðurstöðum kannana og tölfræði okkar hefur hópurinn sem þarf á aðstoð að halda breyst í kjölfar kreppunnar og niðurstöður sýna að barnafjölskyldur standa einna verst. Börn öryrkja, atvinnulausra, foreldra á framfærslu félagsþjónustunnar og síðast en ekki síst vinnandi foreldra á lágmarkslaunum standa í mörgum tilfellum höllum fæti. Því er lögð áhersla á það í starfi okkar að greiða götu þessara barna með margvíslegri aðstoð m.a. með sérstakri aðstoð í skólabyrjun fyrir börn í grunn- og framhaldsskóla, greiðslu skólagjalda og bókakaupum. Börn efnalítilla og/eða skuldsettra foreldra geta einnig fengið greiddar tómstundir. Nú í sumarbyrjun er hugað að afþreyingu fyrir börnin, skóla fer senn að ljúka og ekkert er skemmtilegra í vinnunni en að vita til þess að fólk og fyrirtæki sem leggja okkur lið með fjárframlögum gera okkur kleift að styðja við bakið á börnum í sumar. Börnum, sem annars hefðu ekki átt þess kost að taka þátt í tómstundaiðkun, fara í sumarbúðir, fá reiðhjól eða annað sem gleður þau og styrkir félagslega. Hópur ungmenna í framhaldsskóla hefur einnig notið góðrar aðstoðar sem oftar en ekki hefur komið í veg fyrir að þau hafi flosnað úr skóla. Þessi hópur er að leggja grunn að framtíð sinni og þar er menntunin mikilvægasta fararnestið á fullorðinsárum. Ég vil nota tækifærið og hvetja landsmenn til góðrar þátttöku og leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í söfnunarátakinu sem nú stendur yfir. Það er hægt m.a. með því að greiða valgreiðslur í heimabönkum og fylgjast með fræðslu- og söfnunarþætti um fátækt á Stöð 2 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður. Undirrituð hóf starf sem félagsráðgjafi hjá innanlandsdeild Hjálparstarfsins vorið 2010 og hefur tekið þátt í að aðstoða hundruð fjölskyldna í mánuði hverjum. Mataraðstoð hefur sinn sess hjá okkur og hefur nú fengið nýjan farveg þar sem í stað matarpoka er barnafjölskyldum afhent inneignarkort í matvöruverslunum með ákveðinni upphæð eftir fjölskyldustærð. Lyfjakostnaður vegur þungt bæði hjá öryrkjum og öðrum sem takast á við tímabundin eða langvarandi veikindi og því er Hjálparstarfið að hlaupa undir bagga með tilfallandi lyfjakaupum. Samkvæmt niðurstöðum kannana og tölfræði okkar hefur hópurinn sem þarf á aðstoð að halda breyst í kjölfar kreppunnar og niðurstöður sýna að barnafjölskyldur standa einna verst. Börn öryrkja, atvinnulausra, foreldra á framfærslu félagsþjónustunnar og síðast en ekki síst vinnandi foreldra á lágmarkslaunum standa í mörgum tilfellum höllum fæti. Því er lögð áhersla á það í starfi okkar að greiða götu þessara barna með margvíslegri aðstoð m.a. með sérstakri aðstoð í skólabyrjun fyrir börn í grunn- og framhaldsskóla, greiðslu skólagjalda og bókakaupum. Börn efnalítilla og/eða skuldsettra foreldra geta einnig fengið greiddar tómstundir. Nú í sumarbyrjun er hugað að afþreyingu fyrir börnin, skóla fer senn að ljúka og ekkert er skemmtilegra í vinnunni en að vita til þess að fólk og fyrirtæki sem leggja okkur lið með fjárframlögum gera okkur kleift að styðja við bakið á börnum í sumar. Börnum, sem annars hefðu ekki átt þess kost að taka þátt í tómstundaiðkun, fara í sumarbúðir, fá reiðhjól eða annað sem gleður þau og styrkir félagslega. Hópur ungmenna í framhaldsskóla hefur einnig notið góðrar aðstoðar sem oftar en ekki hefur komið í veg fyrir að þau hafi flosnað úr skóla. Þessi hópur er að leggja grunn að framtíð sinni og þar er menntunin mikilvægasta fararnestið á fullorðinsárum. Ég vil nota tækifærið og hvetja landsmenn til góðrar þátttöku og leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í söfnunarátakinu sem nú stendur yfir. Það er hægt m.a. með því að greiða valgreiðslur í heimabönkum og fylgjast með fræðslu- og söfnunarþætti um fátækt á Stöð 2 26. maí.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar