Hvað felst í „faglegri ráðningu“? Gunnar Haugen skrifar 3. maí 2011 06:00 Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun