Að rífa sig upp á rassgatinu Björn Þorláksson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun