Að rífa sig upp á rassgatinu Björn Þorláksson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum!
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar