Í fangelsi fyrir að vera misnotuð Ivan Simonovic skrifar 26. apríl 2011 06:00 Sima er fimmtán ára en lítur út fyrir að vera enn yngri. Ég hitti hana í Kabúl á ungkvennadeild Badam Bagh fangelsins fyrr í þessum mánuði. Hún segir fátt og hún er döpur til augnanna. Lögmaður segir mér að henni hafi sennilega verið nauðgað. Hvað hefur Sima gert af sér? Hún afplánar dóm fyrir að hafa flúið heimilisofbeldi. Um það bil helmingur allra kvenna í afgönskum fangelsum hefur framið sama „glæp“. Sumar þeirra eru með börn sín í fangelsinu. Þær yngstu eru ekki eldri en tólf ára gamlar. Fjölskyldur þeirra og samfélög munu sjaldnast taka við þeim aftur eftir fangelsisvistina. 70-80% þvingaðar í hjónabandNý lög og sjónarmið og þróunaraðstoð hafa fært afgönskum konum nokkra framþróun en nú, tíu árum eftir að Talibanar flýðu Kabúl, glíma þær enn við mikinn vanda. Embætti Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna birti nýlega skýrslu um skaðlegar hefðir sem bitna á konum og stúlkum í Afganistan. Um helmingur kvenna giftist fyrir fimmtán ára aldur. Talið er að í 70 til 80% tilvika séu konur þvingaðar í hjónaband. Það er landlægur siður að selja stúlkur eða bjóða þær sem bætur við uppgjör deilumála. Aðeins tólf prósent afganskra stúlkna, 15 ára og eldri eru læsar. Það þarf ekki að koma á óvart að ofbeldi og misnotkun er algeng. Afganistan hefur staðfest sáttmálann um upprætingu mismununar gegn konum, en fyrstu skýrslu ríkisins um hvernig staðið hefur verið við hann, hefði átt að skila inn fyrir löngu. Lög um afnám ofbeldis gegn konum voru sett nýlega. Hins vegar er á brattann að sækja með að koma þeim í framkvæmd því konur eru ófúsar til að leita ásjár lögreglu en 99% lögregluþjóna eru karlkyns. Flótti talinn glæpsamlegurHvað geta þær þá gert ef þær sæta misnotkun? Örvilnaðar konur og stúlkur grípa alltof oft til þess óyndisúrræðis að binda enda á líf sitt; sífellt fleiri með því að kveikja í sér. Þeim sem hafa kjark í sér til að hlaupast á brott og leita ásjár fjölskyldna sinna, er oft skilað í hendur sinna brotlegu eiginmanna eða foreldra. Þær sem leita skjóls á heimilum vina eða nágranna eiga yfir höfði sér að vera dregnar fyrir dóm fyrir að ætla sér að fremja zina eða hórdómsbrot – ólöglegt samræði utan hjónabands. Hvorki er gert ráð fyrir slikri refsingu í lögum né, segja sérfræðingar mér, er þetta í samræmi við sharia (íslamskan rétt) en þar er krafist vitnisburðar eða sannana. Hér er einfaldlega byggt á fyrirmælum hæstaréttar Afganistans. Eini griðastaður fórnarlamba eru kvennaathvörf sem rekin eru af frjálsum félagasamtökum, en sjálfri tilvist þeirra hefur nú verið ógnað af afgönskum yfirvöldum. Ég heimsótti elsta kvennaathvarfið í Afganistan og ræddi við konur og stúlkur sem hafa leitað þar ásjár. Það var átakanlegt að hlýða á bænir þeirra um að tryggja áframhaldandi starf athvarfanna enda eru þau þeirra eina skjól. „Ef þessi staður lokar, hef ég engan annan kost en að drepa mig,“ sagði ung kona mér. Ég tók þetta mál upp við Karzai forseta sem fullvissaði mig um að kvennaathvörfum myndi ekki fækka og að hann væri því fylgjandi að ríkisstjórnin stæði fjárhagslega við bakið á athvörfum frjálsu félagasamtakanna. Konur sitji við samningaborðiðÍ síðustu viku samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun um að framlengja veru aðstoðarliðs samtakanna í Afganistan. Ráðið „fordæmir kröftuglega“ áframhaldandi mismunun gegn konum og stúlkum; hvetur til aukinna aðgerða til að tryggja réttindi þeirra og styður starf kvennaathvarfanna. Í ályktuninni er einnig tekið á höfuðvandamálinu: þar er hvatt til valdeflingar afganskra kvenna og þess krafist að aukin réttindi kvenna verði snar þáttur í viðleitni til að koma á friði og sáttum. Skaðlegar hefðir sem bitna á konum munu verða lífseigar ef stúlkur njóta ekki menntunar og ef konur eru ekki hluti af stjórnmálalífinu, opinberri stjórnsýslu og dómskerfi. Einungis ef konur eru sjálfar viðstaddar og virkar í friðarferlinu, er hægt að tryggja að jafnvel þau takmörkuðu réttindi sem þær hafa aflað sér, verði ekki notuð sem skiptimynt í hrossakaupum. Ef friður á að vera varanlegur og réttlátur verða konur jafnt og Talíbanar að sitja við samningaborðið og taka ákvarðanir sem varða framtíð Afganistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sima er fimmtán ára en lítur út fyrir að vera enn yngri. Ég hitti hana í Kabúl á ungkvennadeild Badam Bagh fangelsins fyrr í þessum mánuði. Hún segir fátt og hún er döpur til augnanna. Lögmaður segir mér að henni hafi sennilega verið nauðgað. Hvað hefur Sima gert af sér? Hún afplánar dóm fyrir að hafa flúið heimilisofbeldi. Um það bil helmingur allra kvenna í afgönskum fangelsum hefur framið sama „glæp“. Sumar þeirra eru með börn sín í fangelsinu. Þær yngstu eru ekki eldri en tólf ára gamlar. Fjölskyldur þeirra og samfélög munu sjaldnast taka við þeim aftur eftir fangelsisvistina. 70-80% þvingaðar í hjónabandNý lög og sjónarmið og þróunaraðstoð hafa fært afgönskum konum nokkra framþróun en nú, tíu árum eftir að Talibanar flýðu Kabúl, glíma þær enn við mikinn vanda. Embætti Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna birti nýlega skýrslu um skaðlegar hefðir sem bitna á konum og stúlkum í Afganistan. Um helmingur kvenna giftist fyrir fimmtán ára aldur. Talið er að í 70 til 80% tilvika séu konur þvingaðar í hjónaband. Það er landlægur siður að selja stúlkur eða bjóða þær sem bætur við uppgjör deilumála. Aðeins tólf prósent afganskra stúlkna, 15 ára og eldri eru læsar. Það þarf ekki að koma á óvart að ofbeldi og misnotkun er algeng. Afganistan hefur staðfest sáttmálann um upprætingu mismununar gegn konum, en fyrstu skýrslu ríkisins um hvernig staðið hefur verið við hann, hefði átt að skila inn fyrir löngu. Lög um afnám ofbeldis gegn konum voru sett nýlega. Hins vegar er á brattann að sækja með að koma þeim í framkvæmd því konur eru ófúsar til að leita ásjár lögreglu en 99% lögregluþjóna eru karlkyns. Flótti talinn glæpsamlegurHvað geta þær þá gert ef þær sæta misnotkun? Örvilnaðar konur og stúlkur grípa alltof oft til þess óyndisúrræðis að binda enda á líf sitt; sífellt fleiri með því að kveikja í sér. Þeim sem hafa kjark í sér til að hlaupast á brott og leita ásjár fjölskyldna sinna, er oft skilað í hendur sinna brotlegu eiginmanna eða foreldra. Þær sem leita skjóls á heimilum vina eða nágranna eiga yfir höfði sér að vera dregnar fyrir dóm fyrir að ætla sér að fremja zina eða hórdómsbrot – ólöglegt samræði utan hjónabands. Hvorki er gert ráð fyrir slikri refsingu í lögum né, segja sérfræðingar mér, er þetta í samræmi við sharia (íslamskan rétt) en þar er krafist vitnisburðar eða sannana. Hér er einfaldlega byggt á fyrirmælum hæstaréttar Afganistans. Eini griðastaður fórnarlamba eru kvennaathvörf sem rekin eru af frjálsum félagasamtökum, en sjálfri tilvist þeirra hefur nú verið ógnað af afgönskum yfirvöldum. Ég heimsótti elsta kvennaathvarfið í Afganistan og ræddi við konur og stúlkur sem hafa leitað þar ásjár. Það var átakanlegt að hlýða á bænir þeirra um að tryggja áframhaldandi starf athvarfanna enda eru þau þeirra eina skjól. „Ef þessi staður lokar, hef ég engan annan kost en að drepa mig,“ sagði ung kona mér. Ég tók þetta mál upp við Karzai forseta sem fullvissaði mig um að kvennaathvörfum myndi ekki fækka og að hann væri því fylgjandi að ríkisstjórnin stæði fjárhagslega við bakið á athvörfum frjálsu félagasamtakanna. Konur sitji við samningaborðiðÍ síðustu viku samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun um að framlengja veru aðstoðarliðs samtakanna í Afganistan. Ráðið „fordæmir kröftuglega“ áframhaldandi mismunun gegn konum og stúlkum; hvetur til aukinna aðgerða til að tryggja réttindi þeirra og styður starf kvennaathvarfanna. Í ályktuninni er einnig tekið á höfuðvandamálinu: þar er hvatt til valdeflingar afganskra kvenna og þess krafist að aukin réttindi kvenna verði snar þáttur í viðleitni til að koma á friði og sáttum. Skaðlegar hefðir sem bitna á konum munu verða lífseigar ef stúlkur njóta ekki menntunar og ef konur eru ekki hluti af stjórnmálalífinu, opinberri stjórnsýslu og dómskerfi. Einungis ef konur eru sjálfar viðstaddar og virkar í friðarferlinu, er hægt að tryggja að jafnvel þau takmörkuðu réttindi sem þær hafa aflað sér, verði ekki notuð sem skiptimynt í hrossakaupum. Ef friður á að vera varanlegur og réttlátur verða konur jafnt og Talíbanar að sitja við samningaborðið og taka ákvarðanir sem varða framtíð Afganistans.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun