Hélene Magnússon - Einn helsti málsvari íslenskra hannyrða 18. apríl 2011 19:30 Hélène og Aðalbjörg. Fáum hefði dottið í hug að franskur lögfræðingur og hönnuður myndi standa í fremstu víglínu í kynningu á íslensku prjóni erlendis. Hélène Magnússon er einn helsti málsvari íslenskra hannyrða en í lok næsta árs gefur hún út tvær bækur á ensku um íslenskar hannyrðir sem koma meðal annars út í Kanada og Bandaríkjunum og verða til að mynda seldar hjá vefbókarisanum amazon.com. Hélène er auk þess potturinn og pannan í því að koma fyrsta íslenska vefprjónaritinu á koppinn en hún gefur út vefritið Prjónakerling á prjonakerling.is. Þar hafa Íslendingar sem og útlendingar keypt uppskriftir að hönnun Hélène og nokkurra annarra hönnuða. Þá stendur hún fyrir prjónaferðum í samstarfi við Íslenska fjallaleiðsögumenn nú í sumar þar sem prjónað verður á leiðinni yfir Fimmvörðuháls sem og á Norðurlandi. Önnur bók Hélène fjallar um algjöran frumkvöðul í íslenskum hannyrðum, Aðalbjörgu Jónsdóttir, sem vakti athygli hér heima og erlendis fyrir kjóla sem hún hannaði og prjónaði úr íslensku eingirni í lok áttunda áratugarins.Kjólar Aðalbjargar Jónsdóttur fóru víða og Vigdís Finnbogadóttir klæddist einum slíkum á sínum ferli.Aðalbjörg er 94 ára gömul í dag og í bók Hélen verður uppskrift að kjól Aðalbjargar en framleiðsla á svipuðu eingirni og því sem Aðalbjörg notaðist við er í þróun og mun bera heitið Love Story. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir verður einnig með innslag í bókinni og skrifar um ævi Aðalbjargar. „Kjólarnir hennar Aðalbjargar eru einstakir, ekki bara hérlendis heldur í alþjóðlegu samhengi. Þess vegna fór ég upphaflega á stúfana að skoða verk hennar sem endaði með því að ég hitti hana og fór að skrifa þessa bók. Kjólarnir hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma, hérlendis og erlendis, og þekktar konur sem klæddust þeim, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir." Talið er að Aðalbjörg hafi hannað og prjónað um 100 kjóla á sínum tíma, sem er ótrúlegur fjöldi, í ljósi þess að það að prjóna hvern og einn var um mánaðarvinna. Fyrsti kjóll Aðalbjargar var sýndur á Norrænu heimilisiðnaðarsýningunni en Aðalbjörg lærði kjóla- og kápusaum.Krónan er hönnun Hélène Magnússon og er hægt að nálgast uppskrift að henni á vefnum prjonakerling.is.„Umheimurinn þarf að uppgötva Aðalbjörgu ekki síður en íslenskar hannyrðir sem eiga sér svo langa sögu. Hin bókin mín er einmitt um íslenskar hannyrðir og mun einnig koma út á ensku á næsta ári," segir Hélène. „Ég hef bæði óþrjótandi áhuga á íslensku prjónahefðinni og hef líka reynslu sem fjallaleiðsögumaður á Íslandi, sem varð til þess að ég fór út í að skipuleggja prjónaferðir hingað til lands. Þær sem ég stend fyrir í sumar eru fullbókaðar en ferðalangarnir koma frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar að."Peysufatapeysan er meðal þess sem er að finna á prjonakerling.is en hún er hönnun Margrétar Lindu Gunnlaugsdóttur.Heimasíða Prjónakerlingar, er nýfarin í loftið og er aðgengileg á þremur tungumálum, frönsku, ensku og íslensku. Þar inni má finna allt um rannsóknir og hönnun Hélène sem og aðra spennandi hluti er snerta prjónaheiminn. Næsta tölublað Prjónakerlingar kemur út í lok apríl. Þess má geta að bókinni um Aðalbjörgu er ætlað að koma út árið 2013 á íslensku og frönsku. juliam@frettabladid.is Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Fáum hefði dottið í hug að franskur lögfræðingur og hönnuður myndi standa í fremstu víglínu í kynningu á íslensku prjóni erlendis. Hélène Magnússon er einn helsti málsvari íslenskra hannyrða en í lok næsta árs gefur hún út tvær bækur á ensku um íslenskar hannyrðir sem koma meðal annars út í Kanada og Bandaríkjunum og verða til að mynda seldar hjá vefbókarisanum amazon.com. Hélène er auk þess potturinn og pannan í því að koma fyrsta íslenska vefprjónaritinu á koppinn en hún gefur út vefritið Prjónakerling á prjonakerling.is. Þar hafa Íslendingar sem og útlendingar keypt uppskriftir að hönnun Hélène og nokkurra annarra hönnuða. Þá stendur hún fyrir prjónaferðum í samstarfi við Íslenska fjallaleiðsögumenn nú í sumar þar sem prjónað verður á leiðinni yfir Fimmvörðuháls sem og á Norðurlandi. Önnur bók Hélène fjallar um algjöran frumkvöðul í íslenskum hannyrðum, Aðalbjörgu Jónsdóttir, sem vakti athygli hér heima og erlendis fyrir kjóla sem hún hannaði og prjónaði úr íslensku eingirni í lok áttunda áratugarins.Kjólar Aðalbjargar Jónsdóttur fóru víða og Vigdís Finnbogadóttir klæddist einum slíkum á sínum ferli.Aðalbjörg er 94 ára gömul í dag og í bók Hélen verður uppskrift að kjól Aðalbjargar en framleiðsla á svipuðu eingirni og því sem Aðalbjörg notaðist við er í þróun og mun bera heitið Love Story. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir verður einnig með innslag í bókinni og skrifar um ævi Aðalbjargar. „Kjólarnir hennar Aðalbjargar eru einstakir, ekki bara hérlendis heldur í alþjóðlegu samhengi. Þess vegna fór ég upphaflega á stúfana að skoða verk hennar sem endaði með því að ég hitti hana og fór að skrifa þessa bók. Kjólarnir hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma, hérlendis og erlendis, og þekktar konur sem klæddust þeim, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir." Talið er að Aðalbjörg hafi hannað og prjónað um 100 kjóla á sínum tíma, sem er ótrúlegur fjöldi, í ljósi þess að það að prjóna hvern og einn var um mánaðarvinna. Fyrsti kjóll Aðalbjargar var sýndur á Norrænu heimilisiðnaðarsýningunni en Aðalbjörg lærði kjóla- og kápusaum.Krónan er hönnun Hélène Magnússon og er hægt að nálgast uppskrift að henni á vefnum prjonakerling.is.„Umheimurinn þarf að uppgötva Aðalbjörgu ekki síður en íslenskar hannyrðir sem eiga sér svo langa sögu. Hin bókin mín er einmitt um íslenskar hannyrðir og mun einnig koma út á ensku á næsta ári," segir Hélène. „Ég hef bæði óþrjótandi áhuga á íslensku prjónahefðinni og hef líka reynslu sem fjallaleiðsögumaður á Íslandi, sem varð til þess að ég fór út í að skipuleggja prjónaferðir hingað til lands. Þær sem ég stend fyrir í sumar eru fullbókaðar en ferðalangarnir koma frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar að."Peysufatapeysan er meðal þess sem er að finna á prjonakerling.is en hún er hönnun Margrétar Lindu Gunnlaugsdóttur.Heimasíða Prjónakerlingar, er nýfarin í loftið og er aðgengileg á þremur tungumálum, frönsku, ensku og íslensku. Þar inni má finna allt um rannsóknir og hönnun Hélène sem og aðra spennandi hluti er snerta prjónaheiminn. Næsta tölublað Prjónakerlingar kemur út í lok apríl. Þess má geta að bókinni um Aðalbjörgu er ætlað að koma út árið 2013 á íslensku og frönsku. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira