Vilja breikka samstarfið 23. mars 2011 07:15 Stjórnarráðið Talsverðar líkur eru á að ríkisstjórnin taki breytingum innan ekki langs tíma. Vilji er innan beggja stjórnarflokka til að breikka stjórnarsamstarfið með því að taka þriðja flokkinn til samstarfs. Sá vilji er ríkari meðal þingmanna Samfylkingarinnar, en innan VG heyrast einnig raddir þess efnis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Samfylkingarþingmenn um nokkurt skeið rætt í þröngum hópum um nauðsyn þess að styrkja stjórnina. Hjáseta þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga í desember varð til að ýta enn frekar undir þá skoðun Samfylkingarmanna. Mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa léð máls á slíkum breytingum. Innan flokksins er sú skoðun ráðandi að ekki beri að slíta samstarfinu við VG og efna til nýs samstarfs með öðrum flokki. Frekar beri að bjóða þriðja flokknum aðild að stjórninni. Í Samfylkingunni er í þeim efnum bæði horft til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst eru þeir fleiri sem telja gæfulegt að fá Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs við stjórnina en Framsóknarflokkinn. Í VG er það mat nú uppi að breikkun stjórnarsamstarfsins kunni að vera affarasælast fyrir land og þjóð. Tilraunir til að sætta málefnaágreining innan flokksins hafi ekki borið nægilegan árangur. Endurkoma Ögmundar Jónassonar í stjórnina á haustmánuðum var viðleitni í þá átt en hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokknum dugi heldur ekki til. Enn sé ekki nægileg einurð um mikilvæg mál meðal þingmanna hans og stuðningur við frumvörp ekki tryggur. Í VG hugnast mönnum fremur samstarf við Framsókn en Sjálfstæðisflokk. Ljóst er að verði ríkisstjórnin styrkt með aðild þriðja flokksins verður það aðeins að undangengnum ítarlegum málefnaviðræðum. Núverandi stjórnarflokkar munu þar halda fast í ýmis mál; Samfylkingin til að mynda í aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að forvígismenn bæði atvinnurekenda og launþega hafi haldið þeirri skoðun sinni að forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að hana þurfi að styrkja. Mikilvægt sé að öflug ríkisstjórn starfi í landinu við þær erfiðu aðstæður sem ríki í samfélaginu. Í þeim herbúðum er talið heppilegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði fenginn til samstarfs. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu stöðu og framhald stjórnarsamstarfsins á sérstökum fundi áður en ríkisstjórnarfundur hófst í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru breytingar á stjórninni ekki ræddar sérstaklega en farið yfir helstu áherslumálin fram undan. Þau eru kjarasamningar og fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.- bþs Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Talsverðar líkur eru á að ríkisstjórnin taki breytingum innan ekki langs tíma. Vilji er innan beggja stjórnarflokka til að breikka stjórnarsamstarfið með því að taka þriðja flokkinn til samstarfs. Sá vilji er ríkari meðal þingmanna Samfylkingarinnar, en innan VG heyrast einnig raddir þess efnis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Samfylkingarþingmenn um nokkurt skeið rætt í þröngum hópum um nauðsyn þess að styrkja stjórnina. Hjáseta þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga í desember varð til að ýta enn frekar undir þá skoðun Samfylkingarmanna. Mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa léð máls á slíkum breytingum. Innan flokksins er sú skoðun ráðandi að ekki beri að slíta samstarfinu við VG og efna til nýs samstarfs með öðrum flokki. Frekar beri að bjóða þriðja flokknum aðild að stjórninni. Í Samfylkingunni er í þeim efnum bæði horft til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst eru þeir fleiri sem telja gæfulegt að fá Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs við stjórnina en Framsóknarflokkinn. Í VG er það mat nú uppi að breikkun stjórnarsamstarfsins kunni að vera affarasælast fyrir land og þjóð. Tilraunir til að sætta málefnaágreining innan flokksins hafi ekki borið nægilegan árangur. Endurkoma Ögmundar Jónassonar í stjórnina á haustmánuðum var viðleitni í þá átt en hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokknum dugi heldur ekki til. Enn sé ekki nægileg einurð um mikilvæg mál meðal þingmanna hans og stuðningur við frumvörp ekki tryggur. Í VG hugnast mönnum fremur samstarf við Framsókn en Sjálfstæðisflokk. Ljóst er að verði ríkisstjórnin styrkt með aðild þriðja flokksins verður það aðeins að undangengnum ítarlegum málefnaviðræðum. Núverandi stjórnarflokkar munu þar halda fast í ýmis mál; Samfylkingin til að mynda í aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að forvígismenn bæði atvinnurekenda og launþega hafi haldið þeirri skoðun sinni að forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að hana þurfi að styrkja. Mikilvægt sé að öflug ríkisstjórn starfi í landinu við þær erfiðu aðstæður sem ríki í samfélaginu. Í þeim herbúðum er talið heppilegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði fenginn til samstarfs. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu stöðu og framhald stjórnarsamstarfsins á sérstökum fundi áður en ríkisstjórnarfundur hófst í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru breytingar á stjórninni ekki ræddar sérstaklega en farið yfir helstu áherslumálin fram undan. Þau eru kjarasamningar og fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.- bþs
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira