Lilja í skammarkróknum vegna Icesave frá 2009 22. mars 2011 06:30 „Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira