Lilja í skammarkróknum vegna Icesave frá 2009 22. mars 2011 06:30 „Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira