Er Vilhjálmur að biðja um þjóðnýtingu? 22. mars 2011 07:00 Undrandi Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra áttar sig ekki á hvað Vilhjálmur Egilsson er að fara.fréttablaðið/anton Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að skattahækkanir og niðurskurður opinberra útgjalda væru í kortunum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu. Ekki væru skilyrði til fjárfestinga til að skapa hagvöxt sem skilaði ríkinu tekjum. Nefndi hann álverið Helguvík sérstaklega. „Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða,“ sagði Vilhjálmur. Aðeins strandaði á ákvörðunum stjórnvalda, næg orka væri til. Katrín hafnar þessu sjónarmiði, afstaða stjórnvalda liggi fyrir með fjárfestingasamningi samþykktum af Alþingi. Óvissuþættirnir séu hins vegar af öðrum toga. „Þegar verkefnið fór af stað var Norðurál í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja [síðar HS orka] og Orkuveitu Reykjavíkur. Síðan varð efnahagshrun og sveitarfélögin sem áttu HS orku seldu fyrirtækið til einkaaðila. Þeir eigendur telja núna að það hafi orðið forsendubrestur. Forsvarsmenn Norðuráls eru ósammála og ákváðu að stefna HS orku. Hvaða ákvörðun stendur þá upp á stjórnvöld að taka,“ spyr Katrín. „Er það að þjóðnýta HS orku. Er það það sem Vilhjálmur er að kalla eftir? Það er í raun eina leiðin og hann þá líklega að biðja um að fyrirtækið verði þjóðnýtt og að ríkið standi við upphaflegu yfirlýsingarnar sem núverandi eigendur treysta sér ekki til að fylgja eftir út af ástandinu.“ Í annan stað nefnir Katrín Orkuveitu Reykjavíkur. „Á síðasta ári treysti Vilhjálmur Egilsson, sem formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi, sér ekki til að taka þátt í skuldabréfaútboði Orkuveitu Reykjavíkur sem var ætlað til að byrja að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þá spyr ég; hvað telur hann hafa breyst og hvað telur hann að ríkið eigi að gera í þessu? Telur hann að ríkið eigi að taka Orkuveitu Reykjavíkur yfir og fara í þessar framkvæmdir?“ Í þriðja lagi lítur Katrín til Landsvirkjunar. „Það var skýrt að HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur ættu að afla orkunnar en ekki Landsvirkjun. Verði ekki af því kalla menn eftir að Landsvirkjun komi að verkefninu. En þá spyr ég: „Hvaðan á sú orka að koma? Orkan úr neðri Þjórsá keyrir ekki heilt álver og ekki einu sinni hálft. Vilhjálmur er því væntanlega að kalla eftir að þetta yrði á kostnað atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Því er ég alfarið á móti vegna þess að þar eru mál á góðu róli og það mun draga til tíðinda í þeim efnum á þessu ári. Það er því ekki hægt að ræða um þetta mál með svona einföldum hætti og segja að stjórnvöld verði að taka einhverjar ákvarðanir. Ég átta mig ekki á hvaða ákvarðanir það ættu að vera.“bjorn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að skattahækkanir og niðurskurður opinberra útgjalda væru í kortunum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu. Ekki væru skilyrði til fjárfestinga til að skapa hagvöxt sem skilaði ríkinu tekjum. Nefndi hann álverið Helguvík sérstaklega. „Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða,“ sagði Vilhjálmur. Aðeins strandaði á ákvörðunum stjórnvalda, næg orka væri til. Katrín hafnar þessu sjónarmiði, afstaða stjórnvalda liggi fyrir með fjárfestingasamningi samþykktum af Alþingi. Óvissuþættirnir séu hins vegar af öðrum toga. „Þegar verkefnið fór af stað var Norðurál í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja [síðar HS orka] og Orkuveitu Reykjavíkur. Síðan varð efnahagshrun og sveitarfélögin sem áttu HS orku seldu fyrirtækið til einkaaðila. Þeir eigendur telja núna að það hafi orðið forsendubrestur. Forsvarsmenn Norðuráls eru ósammála og ákváðu að stefna HS orku. Hvaða ákvörðun stendur þá upp á stjórnvöld að taka,“ spyr Katrín. „Er það að þjóðnýta HS orku. Er það það sem Vilhjálmur er að kalla eftir? Það er í raun eina leiðin og hann þá líklega að biðja um að fyrirtækið verði þjóðnýtt og að ríkið standi við upphaflegu yfirlýsingarnar sem núverandi eigendur treysta sér ekki til að fylgja eftir út af ástandinu.“ Í annan stað nefnir Katrín Orkuveitu Reykjavíkur. „Á síðasta ári treysti Vilhjálmur Egilsson, sem formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi, sér ekki til að taka þátt í skuldabréfaútboði Orkuveitu Reykjavíkur sem var ætlað til að byrja að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þá spyr ég; hvað telur hann hafa breyst og hvað telur hann að ríkið eigi að gera í þessu? Telur hann að ríkið eigi að taka Orkuveitu Reykjavíkur yfir og fara í þessar framkvæmdir?“ Í þriðja lagi lítur Katrín til Landsvirkjunar. „Það var skýrt að HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur ættu að afla orkunnar en ekki Landsvirkjun. Verði ekki af því kalla menn eftir að Landsvirkjun komi að verkefninu. En þá spyr ég: „Hvaðan á sú orka að koma? Orkan úr neðri Þjórsá keyrir ekki heilt álver og ekki einu sinni hálft. Vilhjálmur er því væntanlega að kalla eftir að þetta yrði á kostnað atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Því er ég alfarið á móti vegna þess að þar eru mál á góðu róli og það mun draga til tíðinda í þeim efnum á þessu ári. Það er því ekki hægt að ræða um þetta mál með svona einföldum hætti og segja að stjórnvöld verði að taka einhverjar ákvarðanir. Ég átta mig ekki á hvaða ákvarðanir það ættu að vera.“bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira