Austin Mini-smábíllinn í útrýmingarhættu á Íslandi 21. mars 2011 20:00 alveg að hverfa Aðeins sjö Austin Mini-smábílar eru eftir á götum Íslands. Bílunum hefur fækkað um 36 prósent síðustu tíu ár. Austin Mini er eflaust einn sérkennilegasti smábíll sem framleiddur hefur verið. Hann naut talsverðra vinsælda á árum áður, en á nú undir högg að sækja og er smátt og smátt að hverfa af götum landsins. „Þetta eru klassískir bílar og þeir eru eftirsóttir vegna þess að það er ekki til mikið af þeim,“ segir Einar Jónsson, sem á Austin Mini í félagi við Gunnar bróður sinn. Austin Mini-smábíllinn er í útrýmingarhættu á Íslandi. Aðeins sjö slíkir bílar eru skráðir á götuna í dag samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu, en árið 2000 voru þeir ellefu. Fækkunin síðasta áratug var því 36 prósent. Austin Mini er einn frægasti smábíll heims, en framleiðslan á honum hófst árið 1959. Vinsældir Austin Mini jukust á sjöunda áratugnum í kjölfarið á því að tónlistar- og kvikmyndastjörnur létu sjá sig á bílnum. Margir muna eflaust eftir herra Bean, persónu Rowans Atkinson, en hann lét aldrei sjá sig á öðruvísi bíl en Austin Mini. Bræðurnir Einar og Gunnar Jónssynir eru að selja Austin Mini árgerð 1988 á vefsíðunni minitilsolu.tk. Einar telur að dýrt viðhald kunni að spila inn í vaxandi óvinsældir þessa fræga smábíls. „Maður þarf að eyða milljón, tveim í að gera Mini upp,“ segir hann. „Ef hann er eitthvað smá bilaður er alltaf eitthvað annað sem bilar, kannski eftir ár eða tvö ár.“ Einar ítrekar að skemmtilegri bíll sé vandfundinn og játar að Austin Mini sé bíll með sál. Bróðir hans keypti bílinn fyrir tæpum sjö árum og Einar keypti svo hluta í honum. Saman ætluðu þeir að gera bílinn upp, en fundu því miður ekki tíma í það. Eftir að þeir byrjuðu að auglýsa bílinn hafa nokkrir áhugasamir kaupendur haft samband. „En ekkert voðalega margir,“ segir Einar. „Það er einn búinn að skoða og nokkrir búnir að gera tilboð, en ekkert nógu gott.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Austin Mini er eflaust einn sérkennilegasti smábíll sem framleiddur hefur verið. Hann naut talsverðra vinsælda á árum áður, en á nú undir högg að sækja og er smátt og smátt að hverfa af götum landsins. „Þetta eru klassískir bílar og þeir eru eftirsóttir vegna þess að það er ekki til mikið af þeim,“ segir Einar Jónsson, sem á Austin Mini í félagi við Gunnar bróður sinn. Austin Mini-smábíllinn er í útrýmingarhættu á Íslandi. Aðeins sjö slíkir bílar eru skráðir á götuna í dag samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu, en árið 2000 voru þeir ellefu. Fækkunin síðasta áratug var því 36 prósent. Austin Mini er einn frægasti smábíll heims, en framleiðslan á honum hófst árið 1959. Vinsældir Austin Mini jukust á sjöunda áratugnum í kjölfarið á því að tónlistar- og kvikmyndastjörnur létu sjá sig á bílnum. Margir muna eflaust eftir herra Bean, persónu Rowans Atkinson, en hann lét aldrei sjá sig á öðruvísi bíl en Austin Mini. Bræðurnir Einar og Gunnar Jónssynir eru að selja Austin Mini árgerð 1988 á vefsíðunni minitilsolu.tk. Einar telur að dýrt viðhald kunni að spila inn í vaxandi óvinsældir þessa fræga smábíls. „Maður þarf að eyða milljón, tveim í að gera Mini upp,“ segir hann. „Ef hann er eitthvað smá bilaður er alltaf eitthvað annað sem bilar, kannski eftir ár eða tvö ár.“ Einar ítrekar að skemmtilegri bíll sé vandfundinn og játar að Austin Mini sé bíll með sál. Bróðir hans keypti bílinn fyrir tæpum sjö árum og Einar keypti svo hluta í honum. Saman ætluðu þeir að gera bílinn upp, en fundu því miður ekki tíma í það. Eftir að þeir byrjuðu að auglýsa bílinn hafa nokkrir áhugasamir kaupendur haft samband. „En ekkert voðalega margir,“ segir Einar. „Það er einn búinn að skoða og nokkrir búnir að gera tilboð, en ekkert nógu gott.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira