Stjórnlagaráð á leið til síðari umræðu 14. mars 2011 05:00 Hæstiréttur ógilti kosninguna sem fram fór í nóvember. Vilji meirihluta stjórnarflokkanna stendur til þess að þeir sem þá hlutu kosningu skipi stjórnlagaráð og geri tillögu um stjórnarskrárbreytingar. fréttablaðið/pjetur Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira