Stjórnlagaráð á leið til síðari umræðu 14. mars 2011 05:00 Hæstiréttur ógilti kosninguna sem fram fór í nóvember. Vilji meirihluta stjórnarflokkanna stendur til þess að þeir sem þá hlutu kosningu skipi stjórnlagaráð og geri tillögu um stjórnarskrárbreytingar. fréttablaðið/pjetur Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira