Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Snorri Baldursson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar