Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar 12. október 2011 06:00 Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar