Erlent

Beblawi dregur afsögn til baka

Hazem el-Beblawi hefur dregið afsögn sína til baka.
Hazem el-Beblawi hefur dregið afsögn sína til baka. mynd/AFP
Hazem el-Beblawi, fjármálaráðherra Egyptalands, hefur dregið til baka afsögn sína. Í gær tilkynnti hann ætlun sína um að segja stöðu sinni lausri, gerði hann þetta í mótmælaskyni við meðhöndlun herstjórnar Egyptalands vegna mótmæla á sunnudaginn þar sem 25 manns létu lífið.

Í dag tilkynnti Beblawi að hann hyggðist halda embætti sínu - Beblawi er einnig varaforsætisráðherra Egyptalands.

Beblawi sagðist ekki vilja auka á efnahagsvanda landsins. Í kjölfar byltingarinnar fyrr á árinu hefur efnahagsástand Egyptalands versnað. Þjóðarframleiðsla hefur minnkað mikið og skuldir ríkisins rokið upp.

Núna reiða stjórnvöld í Egyptalandi sig á erlend lán og er Beblawi talinn nauðsynlegur til að halda lánalínum opnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×