Segja rök þingmanna byggð á vanþekkingu 7. febrúar 2011 19:30 Dr. Björn Örvar ORF Líftækni rekur hátæknigróðurhús í Grindavík og hyggur á frekari gróðurhúsaræktun auk uppbyggingar á úrvinnsluiðnaði í tengslum við akuryrkju.mynd/orf „Tillögunni er beint gegn starfsemi ORF Líftækni. Þetta eru kaldar kveðjur en við höfum ekki trú á að þessi tillaga verði samþykkt enda byggir hún ekki á vísindalegum rökum heldur á hjávísindum, misskilningi og dylgjum,“ segir dr. Björn Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Átta þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að lögum og reglugerðum verði breytt í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreyttum lífverum eigi síðar en 1. janúar 2012. ORF hefur um árabil staðið fyrir tilraunaræktun á erfðabreyttu byggi, samkvæmt leyfi frá Umhverfisstofnun. Leyfið var kært en það síðan staðfest af umhverfisráðherra fyrir skemmstu. Í greinargerð með tillögunni segir að í henni felist að ræktun á erfðabreyttum lífverum fari einungis fram inni í lokuðum gróðurhúsum eða tilraunastofum. „Það má kannski segja að það sé ágætt að þessi tillaga komi fram þannig að vilji löggjafans varðandi atvinnuuppbyggingu á þessu sviði komi skýrt fram, en það er sorglegt að hún komi fram núna í kjölfar mjög faglegs úrskurðar umhverfisráðherra sem ekki féllst á að fella bæri úr gildi leyfi okkar til akuryrkju í Gunnarsholti,“ segir Björn. Birni finnst ekki síst gagnrýnivert að þingmennirnir átta undirbyggja þingsályktunartillögu sína rökum sem sett hafa verið fram í greinaskrifum þeirra sem enga sérfræðiþekkingu hafa á efninu. „Raunverulegir fræðimenn, meðal annars í ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, hafa hins vegar komist að því að ekki felist hætta í ræktun erfðabreytts byggs á Íslandi. Umræddir þingmenn ættu að lesa þá umsögn,“ segir Björn. Í þingsályktunartillögunni segir að „afleiðingar erfðatækni séu enn sem komið er lítt þekktar“. Þetta er alrangt, segir Björn. „Mjög ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á erfðabreyttum nytjaplöntum um allan heim án þess að nokkuð hafi komið fram sem bendi til neikvæðra áhrifa á umhverfið eða á heilsu manna.“ Evrópuráðið gaf nýlega út samantekt allra óháðra rannsókna á erfðabreyttum lífverum sem Evrópusambandið hefur kostað síðustu tíu ár. Niðurstaða þessara rannsókna er að ekkert bendi til þess að erfðabreyttar lífverur séu hættulegri umhverfinu eða heilsu manna en hefðbundnar nytjajurtir og lífverur, að sögn Björns. svavar@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Tillögunni er beint gegn starfsemi ORF Líftækni. Þetta eru kaldar kveðjur en við höfum ekki trú á að þessi tillaga verði samþykkt enda byggir hún ekki á vísindalegum rökum heldur á hjávísindum, misskilningi og dylgjum,“ segir dr. Björn Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Átta þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að lögum og reglugerðum verði breytt í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreyttum lífverum eigi síðar en 1. janúar 2012. ORF hefur um árabil staðið fyrir tilraunaræktun á erfðabreyttu byggi, samkvæmt leyfi frá Umhverfisstofnun. Leyfið var kært en það síðan staðfest af umhverfisráðherra fyrir skemmstu. Í greinargerð með tillögunni segir að í henni felist að ræktun á erfðabreyttum lífverum fari einungis fram inni í lokuðum gróðurhúsum eða tilraunastofum. „Það má kannski segja að það sé ágætt að þessi tillaga komi fram þannig að vilji löggjafans varðandi atvinnuuppbyggingu á þessu sviði komi skýrt fram, en það er sorglegt að hún komi fram núna í kjölfar mjög faglegs úrskurðar umhverfisráðherra sem ekki féllst á að fella bæri úr gildi leyfi okkar til akuryrkju í Gunnarsholti,“ segir Björn. Birni finnst ekki síst gagnrýnivert að þingmennirnir átta undirbyggja þingsályktunartillögu sína rökum sem sett hafa verið fram í greinaskrifum þeirra sem enga sérfræðiþekkingu hafa á efninu. „Raunverulegir fræðimenn, meðal annars í ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, hafa hins vegar komist að því að ekki felist hætta í ræktun erfðabreytts byggs á Íslandi. Umræddir þingmenn ættu að lesa þá umsögn,“ segir Björn. Í þingsályktunartillögunni segir að „afleiðingar erfðatækni séu enn sem komið er lítt þekktar“. Þetta er alrangt, segir Björn. „Mjög ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á erfðabreyttum nytjaplöntum um allan heim án þess að nokkuð hafi komið fram sem bendi til neikvæðra áhrifa á umhverfið eða á heilsu manna.“ Evrópuráðið gaf nýlega út samantekt allra óháðra rannsókna á erfðabreyttum lífverum sem Evrópusambandið hefur kostað síðustu tíu ár. Niðurstaða þessara rannsókna er að ekkert bendi til þess að erfðabreyttar lífverur séu hættulegri umhverfinu eða heilsu manna en hefðbundnar nytjajurtir og lífverur, að sögn Björns. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira