Lætur Gettu betur ekki nægja 17. nóvember 2011 14:30 Laufey Haraldsdóttir er svo upptekin að hún er önnur tveggja menntaskólastúlkna sem aldrei hafa fylgst með ástum og örlögum læknanna í Grey‘s Anatomy. fréttablaðið/Vilhelm Laufey Haraldsdóttir var í sigurliði Kvennaskólans í Reykjavík í Gettu betur í vor. Hún lætur til sín taka í félagslífi skólans, er illa við að hanga á sófanum og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni. „Félagslífið er bara svo ótrúlega skemmtilegt,“ segir Kvennaskólamærin Laufey Haraldsdóttir sem varð landsþekkt í vor þegar hún varð fyrst kvenna til að bera sigur úr býtum í spurningakeppninni Gettu betur. Þótt mörgum þætti eflaust nóg að æfa fyrir keppnina og stunda skólann getur Laufey ekki tekið undir það, því hún tekur þátt í vel flestu félagsstarfi Kvennaskólans. Auk þess að undirbúa titilvörnina í Gettu betur af krafti syngur Laufey með kórnum, leikur í nemendaleikritinu og situr þriðja árið í röð í stjórn leikfélagsins. Í fyrra gerði hún sér svo lítið fyrir og tók líka þátt í MorfÍs fyrir hönd skólans. „Ég reyni svo líka að mæta á eins marga viðburði og ég get. Félagslífið okkar er ótrúlega öflugt og það er miklu skemmtilegra að taka þátt en sitja heima. Ég hef tekið þátt í öllu sem ég hef getað frá því að ég byrjaði í skólanum,“ segir Laufey sem nú er á lokaári sínu. Hún segist mjög ánægð með hlutskipti sitt sem flesta daga felur í sér hlaup á milli tíma, æfinga og funda, en viðurkennir þó að einstaka sinnum þætti henni ágætt að geta hent sér í sófann og slakað á. Foreldrar hennar fá ekki að sjá mikið af henni, en Laufey segir að svo heppilega vilji til að mamma hennar kenni í skólanum, og fái þess vegna að sjá hana stöku sinnum á göngunum. Spurð hvort eitthvað eitt eigi hug hennar frekar en annað játar hún því. „Leiklistin, alveg hiklaust. Mig langar að reyna fyrir mér í henni eftir útskrift og er núna að búa mig undir inntökuprófið í Listaháskólann í janúar. Ég ætla allavega að slá til og reyna við það og sjá svo bara hvað gerist.“ Sigur Laufeyjar í Gettu betur vakti mikla athygli, enda hefur lengi verið vilji til að hrekja strákasports-braginn af keppninni. Laufey segist þó ekki geta svarað því hvort sigurinn hafi haft áhrif á þátttöku stelpna í forkeppnum í framhaldsskólum landsins. „Í Kvennaskólanum eru allavega rosalega öflugar stelpur og flottar alltaf. Þær geta alveg ýmislegt – eins og til dæmis svarað spurningum!“ bergthora@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Laufey Haraldsdóttir var í sigurliði Kvennaskólans í Reykjavík í Gettu betur í vor. Hún lætur til sín taka í félagslífi skólans, er illa við að hanga á sófanum og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni. „Félagslífið er bara svo ótrúlega skemmtilegt,“ segir Kvennaskólamærin Laufey Haraldsdóttir sem varð landsþekkt í vor þegar hún varð fyrst kvenna til að bera sigur úr býtum í spurningakeppninni Gettu betur. Þótt mörgum þætti eflaust nóg að æfa fyrir keppnina og stunda skólann getur Laufey ekki tekið undir það, því hún tekur þátt í vel flestu félagsstarfi Kvennaskólans. Auk þess að undirbúa titilvörnina í Gettu betur af krafti syngur Laufey með kórnum, leikur í nemendaleikritinu og situr þriðja árið í röð í stjórn leikfélagsins. Í fyrra gerði hún sér svo lítið fyrir og tók líka þátt í MorfÍs fyrir hönd skólans. „Ég reyni svo líka að mæta á eins marga viðburði og ég get. Félagslífið okkar er ótrúlega öflugt og það er miklu skemmtilegra að taka þátt en sitja heima. Ég hef tekið þátt í öllu sem ég hef getað frá því að ég byrjaði í skólanum,“ segir Laufey sem nú er á lokaári sínu. Hún segist mjög ánægð með hlutskipti sitt sem flesta daga felur í sér hlaup á milli tíma, æfinga og funda, en viðurkennir þó að einstaka sinnum þætti henni ágætt að geta hent sér í sófann og slakað á. Foreldrar hennar fá ekki að sjá mikið af henni, en Laufey segir að svo heppilega vilji til að mamma hennar kenni í skólanum, og fái þess vegna að sjá hana stöku sinnum á göngunum. Spurð hvort eitthvað eitt eigi hug hennar frekar en annað játar hún því. „Leiklistin, alveg hiklaust. Mig langar að reyna fyrir mér í henni eftir útskrift og er núna að búa mig undir inntökuprófið í Listaháskólann í janúar. Ég ætla allavega að slá til og reyna við það og sjá svo bara hvað gerist.“ Sigur Laufeyjar í Gettu betur vakti mikla athygli, enda hefur lengi verið vilji til að hrekja strákasports-braginn af keppninni. Laufey segist þó ekki geta svarað því hvort sigurinn hafi haft áhrif á þátttöku stelpna í forkeppnum í framhaldsskólum landsins. „Í Kvennaskólanum eru allavega rosalega öflugar stelpur og flottar alltaf. Þær geta alveg ýmislegt – eins og til dæmis svarað spurningum!“ bergthora@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira