Segja árangur í úrslitakeppni vera öskubuskuævintýri Boði Logason skrifar 16. mars 2011 16:54 Strákarnir í Sláturfélagi Seltjarnarness eru komnir í úrslitaleikinn í utandeildinni en þeir byrjuðu að stunda íþróttina í haust. Mynd/Stefán Hirst „Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira