Segja árangur í úrslitakeppni vera öskubuskuævintýri Boði Logason skrifar 16. mars 2011 16:54 Strákarnir í Sláturfélagi Seltjarnarness eru komnir í úrslitaleikinn í utandeildinni en þeir byrjuðu að stunda íþróttina í haust. Mynd/Stefán Hirst „Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
„Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira