Endurskoðun stjórnarskrár – þýska leiðin Ólafur Reynir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2011 09:00 Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun