Enski boltinn

Dalglish spenntur fyrir Paddy hjá Celtic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paddy McCourt.
Paddy McCourt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur leyfi eigenda Liverpool til að fjárfesta í fleiri leikmönnum og ensku slúður-blaðamennirnir skrifa um það í morgun að skoski stjórinn ætli sér að ná í Paddy McCourt, kantmann hjá Celtic.

Paddy McCourt skoraði frábært mark fyrir norður-írska landsliðið í 4-0 sigri á Færeyjum á dögunum og Liverpool-menn hafa verið að fylgjast með þessum 27 ára gamla leikmanni í einhvern tíma.

McCourt kom til Celtic árið 2008 en hefur ekki gengið alltof vel að vinna sér fast sæti í byrjunarliði liðsins. Hann er hæfileikaríkur leikmaður en hefur aldrei náð almennilegum stöðugleika.

Dalglish gæti séð hann fyrir sér sem góðan kost til að henda inn í leiki til að koma einhverju góðu í gang en það er ekki líklegt að Paddy yrði byrjunarliðsmaður á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×