Nýjar áherslur og nám kennara Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2011 15:00 Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar