Um skaðlega umræðu um skipanir í embætti Ómar H. Kristmundsson skrifar 19. október 2011 14:15 Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar