Nýtt háskólasjúkrahús rísi í Fossvogi Örn Þór Halldórsson og Einar Hjaltested skrifar 19. október 2011 14:30 Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. Þeim sem til þekkja kemur þessi gagnrýni ekki á óvart, því margsinnis hefur verið bent á það óhagræði sem felst í því að byggja við hinar lágreistu og ósamstæðu byggingar við Hringbraut, auk þess sem strangar takmarkanir eru á hæð nýbygginga, sem mun sjálfkrafa koma niður á öllu innra skipulagi þeirra. Hefur þetta m.a. í för með sér að enn skal nátengdri starfsemi komið fyrir í aðskildum byggingum, tengdum löngum neðanjarðargöngum. Árið 2001 gerðu danskir ráðgjafar viðamikla úttekt á framtíðarskipulagi Landspítalans. Var í framhaldinu mælt með því að sameinað sjúkrahús risi í Fossvoginum enda var Borgarspítalinn talinn hentugri til stækkunar, þó sjálfsagt væri að reka hluta starfseminnar áfram á Hringbraut. Fjarlægðin frá Háskóla Íslands var ekki talin skipta máli. Þó að lóðin hafi minnkað frá því að sú niðurstaða lá fyrir rúmar hún enn sameinað sjúkrahús og rúmlega það, auk þess sem hún liggur einstaklega vel við miðju allra útkalla Stór-Reykjavíkursvæðisins og helstu meginsamgönguæðum, ólíkt Hringbrautinni, en nokkrar mínútur geta skipt sköpum þegar líf sjúklings hangir á bláþræði. Tiltölulega auðvelt er að bæta við nýjum samgöngutengingum inn á lóðina auk þess sem deiliskipulag frá 1973, sem heimilar nægjanlegt byggingarmagn innan lóðarinnar, er enn formlega í gildi. Uppbygging bráðaþjónustu undanfarin ár hefur átt sér stað í Fossvoginum og talsverð starfsemi verið færð þangað frá Hringbraut. Húsnæðið hefur nýlega verið endurinnréttað og stækkað og aðstaðan því batnað til muna og vantar ekki mikið upp á að stærstur hluti bráðaþjónustunnar sé samankominn þar. Með útsjónarsemi og minna byggingarmagni er sennilega hægt að ná fram stórum hluta þeirrar rekstrarhagræðingar sem sameining spítalanna á að hafa í för með sér.Eins og þessi mynd sýnir virðist nægilegt pláss vera til staðar í Fossvogi til þess að hýsa nýjan spítala þar.Meðfylgjandi tillögur sýna glöggt hvaða uppbyggingarmöguleikar eru enn fyrir hendi við Borgarspítalann, en kostir svæðisins felast í hve auðvelt er að bæta við núverandi húsnæði í mörgum smærri áföngum með óteljandi möguleikum á innanhússtengingum á allt að átta hæðum, sem skilar sér í meira hagræði og auknu öryggi sjúklinga. Miklir fjármunir hafa komið við sögu undirbúnings fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss og hefur verið lagt í mikla hugmyndavinnu, sem ber að virða. Sá mikli kostnaður er þó einungis brot af þeim upphæðum sem sparast ef rétt er haldið á spöðunum við uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss allra landsmanna. Að okkar mati er verið að ráðast í óheyrilega dýra framkvæmd undir fölsku nafni hagræðingar og uppbyggingar heilbrigðisvísinda. Við teljum að í raun sé þessu öfugt farið og verkefnið muni að lokum soga til sín gífurlegt fjármagn beint út úr heilbrigðis- og menntakerfinu. Núverandi yfirvöld ættu að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra og skoða aðra kosti en Hringbrautina. Það er ekki of seint.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun