Siðameistari bandaríska sendiráðsins til Paradísar 19. desember 2011 17:00 Snýr aftur í kvikmyndir Hrönn Sveinsdóttir segist ekki geta hugsað sér betra starf en að reka bíó. Hún á ekki langt að sækja þann hæfileika því amma hennar vann í Austurbæjarbíói í þrjátíu ár.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef engar róttækar hugmyndir en samt einhverjar, ég á bara eftir að leggjast yfir þær og ræða við Ásgrím Sverrisson [dagskrárstjóra],“ segir Hrönn Sveinsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri listabíósins Bíó Paradísar. Hrönn hefur undanfarin ár starfað sem siðameistari hjá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík, en starfið felst meðal annars í því að sjá til þess að öllum starfsreglum sé framfylgt varðandi samskipti á alþjóðavettvangi. Hrönn tekur við af Lovísu Óladóttur um áramótin og segist ekki geta hugsað sér betra starf. Amma hennar hafi unnið í Austurbæjarbíói í þrjátíu ár og þar hafi hún nánast alist upp. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég gæti gert. Og þetta er náttúrlega ekki bara eitthvert bíó heldur Bíó Paradís,“ segir Hrönn, en amma hennar var orðin það órjúfanlegur hluti af starfi Austurbæjarbíós að hún var fengin til að leika í stuttu atriði, sem gerðist í bíóinu, í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik. Nafn Hrannar var á allra vörum í kringum heimildarmynd hennar Í skóm drekans, sem var frumsýnd 2002 og fjallaði um þátttöku hennar í Ungfrú Ísland.is. Myndin vakti miklar deilur og Hrönn fékk hálfpartinn nóg af öllu moldviðrinu. Hún flutti til vesturstrandar Bandaríkjanna til systur sinnar. „Þetta varð allt svo tryllt, allir voru annað hvort brjálæðislega miklir stuðningsmenn eða alfarið á móti. Mér sjálfri stóð hins vegar eiginlega alveg á sama.“ Hún eyddi nokkrum árum í flakk og flandur, fór meðal annars til Indlands, en ákvað loks að setjast að í New York þar sem hún lærði meðal annars kvikmyndagerð og tók BA-próf í stjórnmálafræði með áherslu á alþjóðastjórnmál. Auk þess vann hún á lögfræðistofu í Suður-Brooklyn fyrir fólk sem hefur ekki efni á lögfræðingum. „Það var mjög skrautlegur tími með mjög skrautlegu fólki.“ Hrönn kynntist bandarískum manni og saman fluttu þau til Íslands árið 2007, með vasana fulla af dollurum sem þá voru eiginlega verðlaus pappír. „Korteri eftir að við lentum á Íslandi komst ég að því að ég væri ólétt og við keyptum okkur íbúð á erlendum lánum. Þetta er sennilega það gáfulegasta sem ég hef gert.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Ég hef engar róttækar hugmyndir en samt einhverjar, ég á bara eftir að leggjast yfir þær og ræða við Ásgrím Sverrisson [dagskrárstjóra],“ segir Hrönn Sveinsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri listabíósins Bíó Paradísar. Hrönn hefur undanfarin ár starfað sem siðameistari hjá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík, en starfið felst meðal annars í því að sjá til þess að öllum starfsreglum sé framfylgt varðandi samskipti á alþjóðavettvangi. Hrönn tekur við af Lovísu Óladóttur um áramótin og segist ekki geta hugsað sér betra starf. Amma hennar hafi unnið í Austurbæjarbíói í þrjátíu ár og þar hafi hún nánast alist upp. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég gæti gert. Og þetta er náttúrlega ekki bara eitthvert bíó heldur Bíó Paradís,“ segir Hrönn, en amma hennar var orðin það órjúfanlegur hluti af starfi Austurbæjarbíós að hún var fengin til að leika í stuttu atriði, sem gerðist í bíóinu, í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik. Nafn Hrannar var á allra vörum í kringum heimildarmynd hennar Í skóm drekans, sem var frumsýnd 2002 og fjallaði um þátttöku hennar í Ungfrú Ísland.is. Myndin vakti miklar deilur og Hrönn fékk hálfpartinn nóg af öllu moldviðrinu. Hún flutti til vesturstrandar Bandaríkjanna til systur sinnar. „Þetta varð allt svo tryllt, allir voru annað hvort brjálæðislega miklir stuðningsmenn eða alfarið á móti. Mér sjálfri stóð hins vegar eiginlega alveg á sama.“ Hún eyddi nokkrum árum í flakk og flandur, fór meðal annars til Indlands, en ákvað loks að setjast að í New York þar sem hún lærði meðal annars kvikmyndagerð og tók BA-próf í stjórnmálafræði með áherslu á alþjóðastjórnmál. Auk þess vann hún á lögfræðistofu í Suður-Brooklyn fyrir fólk sem hefur ekki efni á lögfræðingum. „Það var mjög skrautlegur tími með mjög skrautlegu fólki.“ Hrönn kynntist bandarískum manni og saman fluttu þau til Íslands árið 2007, með vasana fulla af dollurum sem þá voru eiginlega verðlaus pappír. „Korteri eftir að við lentum á Íslandi komst ég að því að ég væri ólétt og við keyptum okkur íbúð á erlendum lánum. Þetta er sennilega það gáfulegasta sem ég hef gert.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira