Innlent

Ekið á hross nærri Landeyjavegi

Hestar. Mynd úr safni.
Hestar. Mynd úr safni.

Ekið var á hross á Landeyjavegi nærri Hvolsvelli á sunnudagskvöldinu. Aflífa varð hrossið sem ekið var á. Fjöldi tilkynninga um lausagöngu dýra, hrossa og nautgripa kom inn til lögreglunnar á Hvolsvelli í vikunni.

Ástæður voru oftast þær að snjóað hafði í ristarhlið og þau því ekki gert tilætlað gagn. Lögregla vill minna eigendur og umráðmenn dýra á útigangi á að hafa þetta í huga nú þegar farið er að snjóa þannig að komast megi hjá slysum og óhöppum sökum þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×