Fréttaskýring: Opnað á útgönguleið úr viðræðum við ESB 14. janúar 2011 05:45 Árni Þór Sigurðsson. Þau orð formanns utanríkismálanefndar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið kunni að verða slitið ríma illa við það sem segir í stjórnarsáttmálanum og þingsályktun um umsóknina. Þar segir að þjóðin skuli kjósa um samning. Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, um að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið kunni að verða slitið, gengur í berhögg við leiðarvísa stjórnvalda í málinu. Viðræðurnar grundvallast á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar og þingsályktun sjálfs Alþingis um aðildarumsóknina. Í hvorugu skjalinu er að finna fyrirvara líkt og þann sem Árni Þór gerði í Fréttablaðinu í fyrradag. Árni sagði að ekki væri öruggt að samningur um aðild Íslands yrði lagður fyrir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vera kynni að samningaviðræðunum yrði slitið ef þingið mæti það svo í miðju ferlinu að þær myndu ekki skila tilætluðum árangri. Evrópumál í deiglunni Bjarni Benediktsson telur að orð Árna Þórs þýði að Vinstri græn hafi afsalað sér rétti sínum til að vera á móti samningi, ef hann næst.. Enga fyrirvara af þessu tagi er að finna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem undirrituð var vorið 2009, né í þingsályktuninni um aðildarumsókn Íslands sem samþykkt var í júlí það sama ár. Þær kveða báðar skýrt á um að aðildarviðræðunum skuli lokið með samningi sem í kjölfarið verði borinn undir þjóðina. Í stjórnarsáttmálanum segir einfaldlega: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.“ Í þingsályktuninni um aðildarumsóknina segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Eini fyrirvarinn sem settur er í þessum tveimur leiðarvísum stjórnvalda er sá að stjórnarliðar áskilja sér rétt til að fylgja sannfæringu sinni í umræðum um málið og við afgreiðslu þess. Þeir skuldbinda sig með öðrum orðum ekki til að styðja aðildarviðræðurnar eða samninginn sem þær skila. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt yfirlýsingu Árna Þórs fela í sér mikil tíðindi, því hún útiloki þann möguleika að liðsmenn Vinstri grænna verði andvígir samningum þegar og ef þeir liggi fyrir. „Næsta skref VG er að greina nánar frá því hvaða atriði það eru sem eru þeim svo mikilvæg að á þeim geti viðræðurnar strandað,“ segir Bjarni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég geng út frá því að hin nýja afstaða VG feli það í sér að viðræðunum verði annaðhvort hætt vegna skilyrða ESB eða að þeim verði lokið með stuðningi VG,“ segir Bjarni enn fremur. stigur@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, um að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið kunni að verða slitið, gengur í berhögg við leiðarvísa stjórnvalda í málinu. Viðræðurnar grundvallast á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar og þingsályktun sjálfs Alþingis um aðildarumsóknina. Í hvorugu skjalinu er að finna fyrirvara líkt og þann sem Árni Þór gerði í Fréttablaðinu í fyrradag. Árni sagði að ekki væri öruggt að samningur um aðild Íslands yrði lagður fyrir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vera kynni að samningaviðræðunum yrði slitið ef þingið mæti það svo í miðju ferlinu að þær myndu ekki skila tilætluðum árangri. Evrópumál í deiglunni Bjarni Benediktsson telur að orð Árna Þórs þýði að Vinstri græn hafi afsalað sér rétti sínum til að vera á móti samningi, ef hann næst.. Enga fyrirvara af þessu tagi er að finna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem undirrituð var vorið 2009, né í þingsályktuninni um aðildarumsókn Íslands sem samþykkt var í júlí það sama ár. Þær kveða báðar skýrt á um að aðildarviðræðunum skuli lokið með samningi sem í kjölfarið verði borinn undir þjóðina. Í stjórnarsáttmálanum segir einfaldlega: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.“ Í þingsályktuninni um aðildarumsóknina segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Eini fyrirvarinn sem settur er í þessum tveimur leiðarvísum stjórnvalda er sá að stjórnarliðar áskilja sér rétt til að fylgja sannfæringu sinni í umræðum um málið og við afgreiðslu þess. Þeir skuldbinda sig með öðrum orðum ekki til að styðja aðildarviðræðurnar eða samninginn sem þær skila. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt yfirlýsingu Árna Þórs fela í sér mikil tíðindi, því hún útiloki þann möguleika að liðsmenn Vinstri grænna verði andvígir samningum þegar og ef þeir liggi fyrir. „Næsta skref VG er að greina nánar frá því hvaða atriði það eru sem eru þeim svo mikilvæg að á þeim geti viðræðurnar strandað,“ segir Bjarni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég geng út frá því að hin nýja afstaða VG feli það í sér að viðræðunum verði annaðhvort hætt vegna skilyrða ESB eða að þeim verði lokið með stuðningi VG,“ segir Bjarni enn fremur. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira